Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 32
32
Flestir fuglar geta þó tekið til fótanna þegar þeir
vilja, en mjög eru þeir misjafnir göngufuglar; mestir
göngugarpar eru hætisafuglarnir, en þeir fljúga ekki vel
og tamin hæns hafa nær algjörlega týnt fluginu; eftir-
tektarvert er það, að ungarnir fljúga talsvert betur en
fullorðnu fuglarnir, og kippir þeim þar í kynið til vel fleygra
forfeðra sinna.'
Alls ófleygir fuglar eru hlaupafuglarnir eða strút-
arnir, en þeir hlaupa flestum dýrum betur, og eru fæt-
urnir háir og sterkbyggðir. Suðurálfustrúturinn (s t r u t h i o
camelus) er stærstur allra fugla, þeirra setn nú gerast,
4 álnir á hæð, og hleypur bezt; hann hefir tvær tær á
hvorum fæti, en í reyndinni má nú segja, að táin sje
ekki nema ein, miðtáin, og hún geysistór og klóin lík
hóf; hin táin er mjög litil og henni er ekki beitt. Að
því leyti minna þessir strútar á hestana, sem bezt hlaupa
af spendýrum; þeir hafa heldur ekki nema i tá á fæti
hverjum, en á forfeðrum þeirra voru tærnar fleiri, einsog
á forfeðrum strútanna; náttúran hefir með því að stækka
miðtána en leggja hinar niður, gert sterkari og stæltari
hlaupafót en orðið gat, hefðu beinin í fætinum haldið á-
-fram að vera eins mörg og upphaflega var; hefur þar
farið alveg eins um fuglinn og spendýrið, sem bæði
fóru að leggja fyrir sig hlaup; en þessi breyting á lifn-
aðarháttum þeirra kom af breyttu loftslagi og landslagi.
Mikill munur er á múrsvölum og strútum, og má
segja, að strútarnir hafi að nokkru leyti týnt sinu upp-
haflega fuglseðli. Að þeir misstu flugið kom m. a. til af
því, að þeir stækkuðu svo mjög við hlaupin, að sínu
leyti eins og hestarnir; forfeður þeirra voru miklu minni
1) Sjá um þetta efni t. a. m.: Darwinskenning eftir G.
jArmauer Hansen; gefið út af hinu íslenzka Þjóðvinafjelagi.