Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 50
en Robert; hann segir að sum lögin sjeu alveg leirkend,
sum úr móbergi með palagónítkornum, sum úr hnull-
ungabergi (konglomerat) eða þursabergi (breccia). Skelj-
arnar í þessari jarðmyndun segir hann oftast brotnar og
álítur, bæði vegna þess hvað lögin nái yfir lítið svæði,
og eins vegna þess hvað þau sjeu óregluleg, að þetta sje
strandmyndun; samskonar jarðmyndun kveðst hann hafa
sjeð við Hafnarfjörð og Kópavog1 2 3 ennfremur við Hólms-
berg nálægt Keflavík*.
G. G. Winkler skoðaði jarðlögin í Fossvogi 1858*;
hann álítur, að þetla sje ein af yngstu jarðmyndunum
landsins4, og K. Keilhack gerir Winkler alveg rangt til,
þar sem hann eignar honum þá skoðun, að Fossvogslög-
in sjeu »míócen«5. Eins og Robert og Kjerulf minnist
Winkler á einkennilegar smásúlur, sem standa lóðbeint á
sprunguflötum í Fossvogsmóberginu; en Winkler er einn
um þá athugun, að móbergið sje á einum stað, þar sem
er þunn skán af því ofan á grágrýtinu, einkennilega
sljettað og rispað6; það er líklega klöpp skömmu austar
en Nauthóll, sem Winkler á við; ekki virðist unnt að sjá,
að hann hafi gert sjer neina hugmynd um, hvað rákir
þessar þýddu; hann leggur enga sjerstaka áherzlu á þetta
í frásögn sinni, og vegna þess er það líklega, að síðari
jarðfræðingar hafa ekki gefið þessari merkilegu athugun
1) Kjerulf: Bidrag til Islands geogn. Fremstilling. Nyt
Magazin for Naturvidensk. Bd. 7, Kria 1853 bls. 5—6
2) S. st. bls. 4.
3) Sjá um Winkler Þ. Th., Landfræðissaga o. s. frv,
IV. bls. 69.
4) Winkler: Island. Der Bau seiner Gebirge 0. s. frv,
Miinchen, 1863 bls. 288.
5) Keilback: Ueber postglaciale Meeresablagerungen in
Island. Zeitschr. d. d. geol. Gesellsch 1884 bls. 146.
6) Winkler, áðnrnefnt rit bls. 96—99, 211 og 288; (unv
rákirnar bls. 99).