Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 205
kjörum og lífsskoðunum. Þá ætti það og að flytja fregn-
ir um merkar vísindanýjungar, þær er á einhvern hátt
miða að því, að létta mönnunum baráttuna fyrir lífinu
eða víkka sjónarsvið mannlegs anda. I þessu riti ættu
alþýðumenn að fá fregnir um merkustu bækur, er út
koma innanlands og utan. I því ætti einnig við og við
að færa almenningi gullkorn úr nútiðarskáldskap og
önnur þau ritsmiði, er glæða mega fegurðartilfinn-
ingu manna.
Vér teljum vist, að allir verði oss samdóma um
það, að þess konar tímarit mundi verða mikill menning-
arfengur fyrir þjóð vora, og vér álítum, að Hið íslenzka
Bókmentafélag sé færara en nokkur einstakur bókaútgef-
andi til að leysa þetta vandaverk af hendi. Auðvitað
ættu allir félagsmenn að fá ritið, en þar að auki bæri að
sjálfsögðu að safna kaupendum að þvi utan télags. Ef
alt gengi vel, mundi þess konar fyrirtæki afla félaginu
meiri alþýðuhylli en það hefir nokkru sinni notið, og
vafalaust auka tölu félagsmanna að stórum mun.
Vér teljum því einkar-æskilegt, að þau tvö tímarit,
sem félagið nú gefur út, séu feld saman i eitt tímarit,
er sniðið sé eftir beztu alþýðutímaritum útlendum og
beri nafnið
Skirnir,
Timarit hins islenzka Bókmentaýélags.
Vér viljum halda nafninu »Skirtiir«, vegna þess, að
Skírnir er langelzta timarit hér á landi, 78 ára, og nafn-
ið þvi kært allri alþýðu manna.
Það er samhuga álit vort, að farsælast mundi í upp-
hafi að hafa ekki ritið stærra en svo, að út komi 4 hefti
á ári, hvort um sig 6 arkir í Skírnisbroti; sé það selt
utanfélagskaupendum á 3 kr. árgangurinn, og láti félagið
sér ant um að fá sem flesta kaupendur utan félags; telj-
um vér því brýna nauðsyn, að sölulaun séu sett 2 5°/0