Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 185
meðal íslendinga, sem tengdi þá saman; þeir paufuðust
sjer, og þess vegna voru jafnan flokkadrættir á meðal
þeirra. Margir af stúdentum menntust lítið. Þeir komu
líkir aptur heim til íslands sem þeir fóru, að undantek-
inni þeirri vísindagrein, sem þeir lærðu. Þeir sáu lítið
og kyntust lítið hinu »praktiska lífi«. Aldrei hugsuðu
þeir í sameiningu eða töluðu eða rituðu eða gerðu
nokkuð það, sem horfði til eflingar fósturlandi þeirra.
Þetta var dómur Baldvins um islenska stúdenta í Höfn #
18291, og mun enginn, sem þekkir til stúdentalífsins ís-
lenska, efast um að hann sje sannur. Til þess að bæta
úr þessu fór Baldvin að hugsa um að stofna »klubb« eða
samkundu meðal íslenskra námsmanna, en úr því varð
þó ekki fyr en veturinn 1830—1831 eða haustið
1830, og munu frelsishreifingarnar hafa ýtt undir hann.
Baldvin ritaði lög samkundu þessarar, og kallaði hana
»bræðralag« en með einkanafni »Alþingi«. Þeir Islend-
ingar, sem iðkuðu bókmentir i Höfn komu þar saman
einu sinni í hverri viku og lásu þar bækur, er ísland
snerti. Tilgangur samkundunnar var að auka samheldni
meðal islenskra námsnianna og að örfa og næra þekkingu
á öllu því, er ísland snerti. Gerði Baldvin sjer fagra von
um bræðralag þetta og að mikið gott mundi af þvíleiða. j
Hann hugði jafnvel að það mundi geta tekið að sjer Ar-
mann, þótt hann yrði að hafa umsjón rneð honum fyrst
um sinn.2
Flestallir eða allir íslenskir námsmenn gengu í bræða-
lag þetta, en þó fór þetta öðru visi en Baldvin ætlaði.
Það tók aldrei Armann að sjer; bæði það og Armann
1) Sbr. brjef Baldvins 4. mai 1829 til Bjarna amtmanns
Tliorsteinssonar.
2) Sbr. brjef Baldvins til föður lians 21. marz 1831. í
fjórða árgangi Armanns eru prentuð tvö kvæði eptir Ögmund
Sigurðsson, sem sungin voru i samsæti bræðralagsins.