Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 99
99
Germ. Myth. I. 126). Gísli Brynjólfsson hefir fyrir löngu
(N. Fél. XIII. 78—79 nm.) haldið fram sambandi Heim-
dallar við dagsbrún og annað »fagurt skin á náttúrunni«,
enda er hann kallaður Gullintanni, og hestur hans Gull-
toppr, og höfðingjar þeir, sem honum standa næstir, eru
kendir við gull (s. st. 144. bls.). I Þrymskviðu (15) er
hann talinn »hvítastr Asa« og Snorri segir (Gylf. 27) að
hann sé »mikill ok heilagr«. Nafnið »Heimdallr« táknar
þann, sem lýsir heiminum eða Ijómar um heiminn (stofn-
inn »dall« — á tornensku »deall« — merkir ljóma eða
birtu, og kemur líka fram í Mar d ö 11 og D e 11 ingr), og
bendir alt á það, að hann sé ljósgoð (Mogk: Myth. 1057),
og það hefir Gísli Brynjólfsson fundið, er hann kemst
svo að orði: »Engin forntrú heiðinna manna er fegurri
né djúpsærri en norræn trú á Heimdalli og sögurnar
um hann«.
Hér er heldur skamt farið út í samanburð á goða-
fræði vorri og goðafræði hinna arisku þjóða í Austur-
heimi (Forn-Inda og Forn-Persa), enda er mikill ágreining-
ur meðal fræðimanna um þau efni, þótt allir ætti að sjá,
að beinna liggur við að líta i austurátt, til að komast að
rótum norrænna goðasagna, heldur en að leita meginefn-
is þeirra hjá hinum kristnu Vestmönnum (Keltum). Það
virðist liggja í augum uppi, að eins og málið hefir upp-
haflega verið hið sama hjá öllum ariskum (indgermönsk-
um) þjóðum, eins muni þær og hafa haft eigi allfáar
sameiginlegar goðsagna-hugmyndir (sbr. Mommsen: Röm.
Gesch. I. 18), og þótt þær hafi nefnt sömu goðin ýms-
um nöfnum (sbr. Gylf. 20), þá koma t. d. tvö fornind-
versk goðmögn: Vata og Parganya, einnig fram í Asa-
trúnni með sömu nöfnum (Oðinn og F j ö r g y n n, hjá
Litövum P e r k u n a s, hjá Austur-Slövum P e r u n).
Hugmynd Norðurlandabúa um heimstré (»ask Yggdrasils«,
7*