Eimreiðin - 01.07.1918, Síða 14
142
TÖFftATRú OG GALDRAOFSÓKNIR [Eimreiðín
rannsökuð afarmikið á öldinni sem leið og því sem af er
vorri öld, og skoðanir manna hafa gerbreytst þar i ýmsu.
pegar því er sagt: „Af öllum þjóðum fomaldarinnar, er
varla nokkur, sem eins hefir sneytt hjá allri hjátrú og töfr-
um, eins og Gyðingarnir. Gyðingatrúin er sterkasta eingyð-
istrú, sem nokkru sinni hefir til verið ....“,* þá verðum
vér að vara oss á slikum fullyrðingum. Trú Gyðinganna
var undirorpin meiri breytingum en dæmi eru til annars,
gætum vér fremur sagt. Áður en þjóðin fór til Egypta-
lands,hafði hún sömu trúarskoðun og þjóðimar í kring. En
það var trú á fjölda af guðdómsverum, sem voru fremur
óákveðnar og höfðu ekki sérstök nöfn, en birtust mönn-
um á hinum og þessum stöðum. Var þá reistur þar steinn
eða staur, til þess að sýna, að hér væri guðs hús (Betel).
Með fómum leituðust menn við að komast í samband við
guðina, og sérstök stétt manna gekst fyrir því, og sömu-
leiðis fréttunum frá guðunum. pessi trú hefði óneitanlega
verið góður jarðvegur fyrir töfra, en þó ber ekki mikið
á þvi, og stafar það meðfram af því, að vér höfum næsta
óljósar fregnir af þessum trúarbrögðum. pó er nefnd
„töframannaeikin“ í Dómarabókinni (9, 37). Og öll hin
mörgu og ströngu fyrirmæli gegn göldrum og töfrum sýna
það, að tilhneigingar i þá átt hafa verið til hjá þjóðinni.
En það er auðvitað ekkert annað en nokkurskonar aftur-
kippur til hins fyrra, alveg eins og hin alkunna tilhneig-
ing Gyðinganna til fjölgyðistrúar.
Má af slíkum fyrirmælum nefna til dæmis:
2. Mós. 22, 18: Eigi skalt þú láta galdrakonu lífi halda.
3. Mós. 20, 27: Og hafi maður eða kona særingaranda
eða spásagnaranda, þá skulu þau liflátin verða; skal lemja
þau grjóti; blóðsök hvílir á þeim.
3. Mós. 20, 6: Sá sem leitar særingaranda og spásagnar-
anda til þess að taka fram hjá með þeim, — gegn honum
vil eg snúa augliti mínu og uppræta hann úr þjóð sinni.
* Alfr. Lehmann: Overtro og troiddom, I, bls. 84.