Eimreiðin - 01.07.1918, Síða 73
Eimreiðin] GUÐ ER ALSTAÐAR NALÆGUR
201
systkinin sín ung og óþroskuð: dýrin! Og ástúðin hans,
alkærleikans, vafði litla aumingjann að sér, svo óttinn
og angistin sefuðust, og hún varð enn óhultari hjá hon-
um en í snjóholunni sinni við hhðina á unnustanum.
Svörtu augun hennar horfðu hiklaus í sakleysi sínu upp
til hins æðsta og spurðu með einlægni fáfræðinnar: „Vilt
þ ú, að bræður okkar, mennirnir, fari svona með okkur
fuglana?“ Hann, sem vissi, að ekki gat hún skilið orð
alviskunnar — þeir geta það ekki, sem stærri hafa heila-
búin og þyngri heilann —, hann lét einungis ástúðina
sína vefja hana enn fastara inn í óhultleikann og friðinn
sinn, svo að hún gæti hiklaus haldið áfram að tjá hon-
um harma sína.
„Við vorum svo ung og sæl, og unnustinn minn svo
óvenju-fjaðrafagur og hreinn, og þegar vorið kemur,
átti eg að verpa og fjölga fuglunum: eiga sjálf unga!“
Og augun hennar, fögur og fávís, horfðu full af eftir-
væntingar-fögnuði móðurástarinnar inn í augu algæsk-
unnar og báðu hann ásjár með þetta alt saman. En Al-
faðir svaraði henni á þann hátt, að hann lét unað sam-
úðar sinnar streyma i sálina hennar litlu og fylti hugboð
hennar því fyrirheiti, að hún skyldi áreiðanlega fá að
verpa í vor og láta fuglunum fjölga. Og svo tók nóttin
og svefninn við henni og vafði hana i vordrauma og
gleymsku.
Næsta morgun var nýr unnusti skamt frá holunni
hennar, ropaði nokkurum sinnum og hnikti til hennar
höfði, og tók hún því með ungmeyja-hæversku, því hinn
var að mestu gleymdur. Tilhugalífið leið fljótt og að
lcvöldi hins sama dags kúrðu þau sig o’ní sömu holuna
bæði, sem réttskikkuð hjón um aldur og æfi. pau sárin
gróa fljótt, sem guði eru fengin til græðslu.
„Sæl og blesuð öll!“ sagði vorgolan varamjúka og kysti
alt ástúðlega. „Góðan daginn, börnin góð!“ sagði blessuð
sólin, um leið og hún lyfti höfðinu upp yfir brúnina,