Eimreiðin - 01.07.1918, Page 94
222
KONUNGURINN UNGI
[Eimreiðin
vera gæddir töfrakrafti, suma til Persalands til þess að kaupa
ábreiður úr silki og steindar leirkúsir, og enn aSra til Ind-
lands til þess aö kaupa flúr og fílabein, tunglskinsst,eina og
tinnuarmbönd, sandelsvið og blágljáa og mjúk sauðarullar-sjöl.
En mest af öllu hugsaði hann þó um skrúða þann, sem hann
átti að vera í við krýninguna. Var skikkjan öll gullofin, kór-
ónan alsett rúbínum og veldissprotinn með perlum í marg-
settum röðum og hringum. Hann var einmitt að hugsa um
þetta í kvöld, þar sem hann lá í hvílunni dýrmætu og virti
fyrir sér trédrumbinn,, sem var að brenna á arninum. Fyrir
mörgum mánuðum höfðu verið bornir undir hann uppdrættir,
eftir nafntoguðustu snillinga heimsins, og har.n bauð, að vinna
skyldi nótt og dag til þess að verkinu yrði lokið, og leitað
skyldi um allan heim að gimsteinum, sem væru við hæfi. Hann
gat í huga séð sjálfan sig, þar sem hann stóð fyrir háaltari
dómkirkjunnar i konungsskrúðanum dýrlega. Lék þá bros
um varir hans, og var eins og brosið tendraði blys og leiftur
í dökkum skógarálfs-augunum.
Eftir dálitla bið reis hann á fætur, hallaði sér upp að út-
skornu arinbríkinni og leit i kringum sig í hálfdimmu her-
berginu. Veggirnrir voru þaktir ofnum ábreiðum, og var á
þær mörkuð sigurför fegurðarinnar. Stór skápur greyptur
gimsteinum ýmis konar, stóð í einu horninu, en gegnt glugg-
anum gat að líta hirslu eina kynlega að lögun, með gljáandi
tiglum úr gullsandi og gullkornum. Á hirslu þessari stóðu mjó
glös úr Feneyja-gleri og drykkjarskál úr ónyx með dimmum
rákum. Bleikir valmúar voru saumaðir í silkiábreiðuna á
sænginni, eins og þeir hefðu dottið úr höndum svefnsins er
þær mistu máttinn. Rúmstuðlarnir voru úr skomu fílabeini,
háir mjög, og héldu þeir uppi flauels-sparlökunum, en efst
uppi voru stórar þyrpingar af strútsfjöðrum, eins og fann-
hvítt brimlöður við flúrað silfurloftið. Þar mátti og líta hlæj-
andi Narcissus úr grænum málmblendingi og hélt hann skygð-
um spegli yfir höfði sér. Á borðinu var grunt fat úr ametyst-
steini.
Út um gluggana gat að líta hvolfþakiö mikla á dómkirkj-
unni, sem reis upp eins og fádæma sápukúlu-bákn, að baki