Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1916, Page 1
Æskukröggur og glæfraferðir
Arminiusar Vambéry.
Eftir
Popvald Thopoddsen.
RMINIUS VAMBÉRY, sem andaðist í Budapest 15.
/"\ september 1913, var talinn með hinum ötulustu og
frægustu ferðamönnum á 19. öld, og hann var líka fram-
úrskarandi málagarpur, einkum í Austurlandamálum. Fáir
hafa ratað í meiri mannraunir en hann og átt örðugra
uppdráttar; má það furðu gegna, hvernig hann komst
fram úr öllum erfiðleikum og kröggum æskuáranna og
öllum lífshættunum á hinum löngu glæfraferðum meðal
hamslausra ofstækisþjóða. Sýnir líf hans vel, hverju frá-
bært viljaþrek, lipurleiki og góðar gáfur geta til leiðar
komið. Úr fátækt og fyrirlitningu vann hann sér frægð
og frama og aðdáun og virðingu í hinum vísindalega
heimi.
A. Vambéry var kominn af bláfátæku Gyðingafólki í
Ungaralandi og var fæddur 19. marz 1832 í smáþorpi á
eynni Schutt, sem liggur í kvíslum úr Dónárfljóti, miðja
vegu milli Wien og Budapest. Faðir Vambérys var gáf-
aður, en embættislaus og fátækur Gyðinga-guðfræðingur,
hann andaðist úr kóleru, þegar Vambéry var á fyrsta ári,
og var ekkjan mjög báglega stödd, allslaus með tvö ung-
börn, gat þó með mesta dugnaði haft ofan af fyrir sjer og