Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1916, Side 14

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1916, Side 14
14 Porv. Thoroddsen komust þeir Vambéry nauðuglega undan. í Teheran í Persíu átti Vambéry nokkra dvöl og hafði þar athvarf og vinsamleg atlot hjá sendiherra Tyrkja. Paðan fór hann svo margra mánaða ferð til Suður-Persíu til þess að kynnast landinu og ýmsum endurminningum um forn- an persneskan skáldskap og bókmentir. Pegar Vambéry kom aftur til Teheran frá ferðum sínum í Persíu, hitti hann þar hóp af förumunkum og pílagrímum frá Mið-Asíu, sem voru á heimleið frá Mekka. Rjeð hann þá af að slást í för með þeim og læðast svo inn í hin lokuðu ríki í Turan í dularklæðum. Eins og þá stóð á var hverjum dauðinn viss, sem varð uppvís að því að vera vantrúaður, eða af Evrópukyni. Nú er þetta orðið mjög breytt, því Rússar hafa lagt þessi lönd undir sig og stjórna þeim með harðri hendi, hafa þar setulið í borgunum, halda ró og friði og fullkomnu trúbragðafrelsi. I þá daga var öldin önnur, á eyðimörkunum rjeðu ræn- ingjaforingjar öllu, en í hinum frjóari löndum við Amu Darja stjórnuðu grimmir harðstjórar, sem ekki svifust neins. Fjelagar Vambérys á þessari ferð voru hinir mestu ræflar, en þó varð hann að gera sig sem líkastan þeim að búningi og útliti. Kunningjar hans í Teheran reyndu að telja hann af þessu óráði, og þýzkur læknir gaf hon- um nokkrar eiturpillur, til þess hann með þeim gæti stytt sjer stundir, ef að því væri komið, að það ætti að pína hann til dauða. Vambéry segir sjálfur, að þegar hann nú á eldri árum hugsi um þessa ferð, geti hann ekki sjeð annað, en að hún hafi verið hin mesta flónska og afgláparáð, en honum var þá eigi fullljóst, í hvaða hættu hann stofnaði sjer, en það var æfintýralöngunin, sem mestu rjeð; telur hann það hina mestu strákalukku og hundahepni, að honum tókst að dyljast og krafla sig út úr öllum örðugleikunum. Vambéry hafði ekki hugsað
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn
https://timarit.is/publication/249

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.