Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1916, Síða 24

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1916, Síða 24
24 l*orv. Thoroddsen regniö, sem er afarsjaldgæft þar í landi á þeim tíma, væri fyrirbænum hinna helgu manna að þakka. Hinn 3. júní komst lest þeirra fjelaga að borgarhlið- unum í Kiva; höfðu þeir seinustu þrjá dagana farið um grasivaxnar sveitir, en á ferðinni yfir sjálfa eyðimörkina höfðu þeir verið 19 daga. I borgarhliðunum hófu þeir þegar sálmasöng, og var þeim þar vel tekið; borgarbúar höfðu í langan tíma ekki sjeð svo stóra sveit af Mekka- pOagrímum, og þyrptust nú í kringum þá til að kyssa fald klæða þeirra og láta þá blessa sig. Pílagrímunum var komið fyrir í gömlu klaustri, og var þar jafnan múg- ur og margmenni kringum þá. Bærinn var mjög ósjáleg- ur og fullkomið miðaldasnið á allri menningu og hugsun- arhætti íbúanna. Vambéry leitaði strax uppi höfðingja nokkurn, sem hann vissi að áður hafði dvalið í Stambul, sýndi honum passa sinn, og var honum þar vel tekið; var höfðingi þessi mjög hissa á að sjá Vambéry í munka- tötrum og undraðist hvers vegna hann hefði lagt upp í þessa örðugu ferð, en Vambéry ljet á sjer skilja, að for- ingi munkareglunnar hefði skipað sjer að fara, og þá var ferðin eðlileg, því förumunkar verða skilyrðislaust að hlýða yfirboðurum sínum. Kivamenn hafa mikið álit á Miklagarðssoldáni sem formanni trúarinnar, og passi Vambérys með innsigli sol- dáns var honum mikil meðmæli. Litlu síðar var Vam- béry leiddur fyrir »kaninn« eða konunginn, sem var hinn mesti grimdarseggur og ofstækisfullur í trúarefnum, en hann hjelt eins og aðrir, að Vambéry væri sannheilagur maður, og tók honum mildilega. Hans hátign sat á palli og hallaði sjer upp að silkikodda með gyltan veldissprota í hendi; Vambéry hóf hendur sínar, þuldi upp kafla úr kóraninum og bænir, sagði svo amen og strauk skegg sitt, og hið sama gerði konungur og öll hirðin; síðan heilsaði hann konungi með því, að rjetta fram báðar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn
https://timarit.is/publication/249

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.