Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1916, Page 29

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1916, Page 29
Arminius Vambéry 29 ætluðu þeir beint austur til heimkynna sinna í Kasgar. Munkarnir höfðu reynst Vambéry ágætlega og voru mjög elskir að honum; var skilnaðurinn þungur með miklum andvörpum og táraflóði. Frá Samarkand fór Vambéry með nokkrum píia- grímum, sem ætluðu til Mekka, beint suður til bæjar, sem heitir Kerki, við Amú darja. Far ætlaði hann að slást í för með stórri kaupmannalest, sem ætlaði suður yfir fjöll til bæjarins Herat í Afganistan. I Buchara og Samarkand hafði alþýða verið mjög nízk á ölmusur við þá förumunka, svo fje þeirra var farið að ganga til þurð- ar, og lítil von á inntektum í þeim löndum, sem Vam- béry ætlaði að fara yfir; keypti hann sjer þá ýmsan smávarning, nálar, hnífa, fingurbjargir, kóralla og ýn,is- legt glingur, til þess, eins og aðrir stjettarbræður hans, að hafa ofan af fyrir sjer með því að selja það á suður- leiðinni. Kaupmannalestin, sem Vambéry komst í hjá Kerki, var allstór; þar voru 400 úlfaldar með klyfjum og margir hestar og asnar; ætluðu kaupmenn þessir með verzlunarvörur sínar suður til Afganistan, en ferðin gekk æði skrykkjótt og með miklum töfum, því leið þeirra lá um ýms smá ræningjaríki, og voru alstaðar heimtaðir toll- ar, svo lestamenn urðu, þrátt fyrir allar harmatölur, að láta af hendi mikið fje; með lestinni voru margir pers- neskir þrælar, sem leystir höfðu verið eða flúið, og varð að borga toll af þeim eins og búfje; þar voru líka nokkr- ir rússneskir flóttamenn úr Síberíu, og varð Vambéry að votta, að þeir væru Tyrkir, annars hefði þeim eigi verið slept yfir landamærin og líklega drepnir eða seldir. Eftir langa og örðuga ferð komust þeir loks suður til Herat, og var Vambéry þá orðinn svo snauður, að hann varð að selja asnann sinn sjer til viðurlífis. Herat var til forna mikill bær og blómlegur, en nú er hann ekki nema svipur hjá sjón; hafa Persar og Afganar og aðrir sífelt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn
https://timarit.is/publication/249

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.