Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1916, Page 33

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1916, Page 33
Arminius Vambéry 33 eigi að eins hafa verið alment áhugaleysi á vísindalegum framkvæmdum, heldur líka óbeit á ætterni hans, því Gyð- ingar eru þar lítils metnir, sem fyr greindum vjer. Vambéry afrjeði nú að leita hið fljótasta til Englands, þar vissi hann að duglegir ferðamenn voru jafnan í heiðri hafðir, þegar þeir komu heim úr glæfraferðum í villilönd- um. En þá var nú úr vöndu að ráða, Vambéry var al- veg fjelaus, og í Evrópu gat hann ekki ferðast sem föru- munkur. Loks tókst honum að fá nokkur hundruð krónur til láns hjá vísindafjelaginu í Budapest, en varð að setja handrit sín að veði. I Lundúnum var Vambéry ágætlega tekið og allir keptust við að sýna honum sóma; var hon- um boðið til allra helstu höfðingja og til sjálfrar hirðarinn- ar. í landfræðisfjelaginu hjelt hann fyrirlestur um ferðir sínar og var þar vel fagnað; einn af helstu bóksölunum tók að sjer að gefa út ferðabók hans gegn góðum ritlaun- um. Vambéry hafði jafnan haft mikla virðingu fyrir enskri menningu, og ekki minkaði hún, er hann kyntist enskum háttum nánar. Oft fór hann síðar fyrirlestraferðir til Eng- lands og ritaði af miklu kappi fræðandi greinar um Aust- urlönd í ensk blöð og tímarit; var Vambéry alla æíi álit- inn mikill Englandsvinur, og með hinni víðtæku þekkingu sinni gat hann oft gefið ensku stjórninni þýðingarmiklar vísbendingar um viðburði og stjórnmál í ýmsum Asíulönd- um; sjerstaklega ljet hann sjer ant um að hvetja Englend- inga til viðbúnaðar gegn ásælni Rússa og hættulegum her- búnaði þeirra nærri takmörkum Indlands. Frá Englandi fór Vambéry aftur heim til Ungarn og settist að í Budapest, fekk hann þar með herkjum kenn- arastöðu í Austurlandamálum við háskólann í Budapest með 1500 króna (!) launum. Átti Vambéry lengi fram eftir örðugt uppdráttar, af því landar hans kunnu eigi að meta hann eða vísindaiðkanir hans; þó var Vambéry þá þegar frægastur allra Ungara í útlöndum og hafði gert 3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn
https://timarit.is/publication/249

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.