Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1916, Page 33
Arminius Vambéry
33
eigi að eins hafa verið alment áhugaleysi á vísindalegum
framkvæmdum, heldur líka óbeit á ætterni hans, því Gyð-
ingar eru þar lítils metnir, sem fyr greindum vjer.
Vambéry afrjeði nú að leita hið fljótasta til Englands,
þar vissi hann að duglegir ferðamenn voru jafnan í heiðri
hafðir, þegar þeir komu heim úr glæfraferðum í villilönd-
um. En þá var nú úr vöndu að ráða, Vambéry var al-
veg fjelaus, og í Evrópu gat hann ekki ferðast sem föru-
munkur. Loks tókst honum að fá nokkur hundruð krónur
til láns hjá vísindafjelaginu í Budapest, en varð að setja
handrit sín að veði. I Lundúnum var Vambéry ágætlega
tekið og allir keptust við að sýna honum sóma; var hon-
um boðið til allra helstu höfðingja og til sjálfrar hirðarinn-
ar. í landfræðisfjelaginu hjelt hann fyrirlestur um ferðir
sínar og var þar vel fagnað; einn af helstu bóksölunum
tók að sjer að gefa út ferðabók hans gegn góðum ritlaun-
um. Vambéry hafði jafnan haft mikla virðingu fyrir enskri
menningu, og ekki minkaði hún, er hann kyntist enskum
háttum nánar. Oft fór hann síðar fyrirlestraferðir til Eng-
lands og ritaði af miklu kappi fræðandi greinar um Aust-
urlönd í ensk blöð og tímarit; var Vambéry alla æíi álit-
inn mikill Englandsvinur, og með hinni víðtæku þekkingu
sinni gat hann oft gefið ensku stjórninni þýðingarmiklar
vísbendingar um viðburði og stjórnmál í ýmsum Asíulönd-
um; sjerstaklega ljet hann sjer ant um að hvetja Englend-
inga til viðbúnaðar gegn ásælni Rússa og hættulegum her-
búnaði þeirra nærri takmörkum Indlands.
Frá Englandi fór Vambéry aftur heim til Ungarn og
settist að í Budapest, fekk hann þar með herkjum kenn-
arastöðu í Austurlandamálum við háskólann í Budapest
með 1500 króna (!) launum. Átti Vambéry lengi fram
eftir örðugt uppdráttar, af því landar hans kunnu eigi að
meta hann eða vísindaiðkanir hans; þó var Vambéry þá
þegar frægastur allra Ungara í útlöndum og hafði gert
3