Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1916, Side 107
Vinsælt sögur
107
tnennan áhuga meðal bænda og sveitamanna á fornum
^eifum og munum, sem finnast þar víðsvegar í jörðu.
Margir menn í kaupstöðum voru líka farnir að hafa gam-
an af gömlum húsgögnum og fleiri gömlum munum, og
teknir að prýða hús sín með þeim, er þeir gátu. Petta
snildarverk kom því út á rjettum tíma, og margir fengu
þar það, sem þeir þráðu.
Saga Troels-Lunds hefur haft mikla þýðingu og orð-
ið öðrum til fyrirmyndar. Hann hefur því orðið frömuður
í sinni grein, og sá heiður verður aldrei af honum tekinn.
Hitt er annað mál, hvort menn geta fallist á sumar skoð-
anir hans. Hann lýsir endurreisnartímanum svo frjóum og
glæsilegum gagnstætt meinlætum miðaldanna, að þar mun
of langt farið. Sumir sjerfræðingar segja og, að sum ein-
stök atriði í sögu hans sjeu skökk og þar vanti nákvæmni,
en þess verður að gæta, að hjer er um stórkostlegar fyrstu
rannsóknir að ræða. Pá er um sögurit er að ræða, sem
lýsa í fyrsta sinn einhverju miklu tímabili eða víðáttumik-
illi grein úr sögunni, hlýtur sú niðurstaða, er kemur í ljós
í þeim um mörg einstök atriði, að breytast við ítrekaðar
nákvæmar rannsóknir; enn fremur verður að gæta að því,
að menn á hverri öld líta sínum augum á söguna, líkt og
talshátturinn segir að menn líti á silfrið. Saga Troels-
Lunds verður hins vegar ávalt eitt hið merkasta og
fegursta verk mannlegs anda á Norðurlöndum um alda-
mótin 1900.
Pýskur sagnfræðingur, prófessor Scháfer, hneykslaðist
mjög á sögu Troels-Lunds og rjeðist á hann. Honum
þótti það óhæfa, að rita svona langa sögu af daglegu
lífi manna, en sleppa sögu ríkisins, konunganna og styrj-
aldanna; pólitiska sagan væri hin eina verulega saga;
eðli ríkisins væri veldi og pólitik listin að varðveita það
og auka. Slík er skoðun flestra prússneskra sagnaritara
nú á tímum.