Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1916, Qupperneq 115
Skáldmál Bjarna Thórarensens
•iS
telja) og meira en þaö, þaö eru samsett orð, einkum lýs-
ingarorð hans. Hann lætur sjer eigi nægja hin algengu
orð málsins, en skapar sjálfur fjölda af orðum (samsetn-
íngum) til að skýra það, sem hann vill setja fram fyrir
sálaraugu lesandans. Hann minnir nokkuð á höfunda
eddukvæðanna, en jeg hygg þó, að þessi tilhneigíng sje
honum meðfædd ásamt skáldskapargáfunni. Jeg þekki
ekkert skáld nema Steingrím, er þannig búi til samsett
(lýsíngar)orð; jeg þarf ekki annað en minna á annað eins
vísuorð og: þú bláfjallageimur með heiðjöklahríng.
Dæmi þessara orða, sem jeg hef safnað, eru:
1) nafnorð: heiðhiminn (sbr. heiðblár himinn), blá-
tiudar, bláfoss, bláhvolf (himna), hájöklar, háskarir, há-
heið, hvítfaldur, krystallsár, fagurreið, fagurblossi, glitfat,
grástakkur, gullinhvel, silfrmökkur, ilmablóm, ilmrósir,
ginnmæli (goða), læskorur (liggja í læskorum; búið til af
Bjarna, eða eldri talsháttur; Björn Halldórsson hefur ekki
orðið), flaðursfýla, frerastormur, náheimar, geislalopt.
2) lýsíngarorð: himinblár (eldra en Bjarni; en jeg
tek það samt með hjer), rósfagurt (Ijós; sbr. rósalitur),
sólgyltur (múli), roðagyltur, silfurfjallaður (feldur), ítrhvast
(spjót), fagurfrævaðir (skógar), [koldimmir (skógar) má
og taka með], silfurlitur, rauðhvít, rósfögur (sólin), harð-
skeytur (álmur), silfurblár (ægir), mjalllitar (konur), mjúk-
sár (logi), náttdöggvaður (næturgali), hrafntinnueygður;
sbr. og geigvænir (logbrandar), nákaldir (norðanvindar),
lífleg (morginstjarna). Jeg minni líka á vísuhelmíng
sem þenna:
Er sem á
útsynníngsklökkum
leiki náklukkur
á loftramböldum.
og miklu fleira mætti til tína. Jeg bendi líka á setníngu
algengra lýsíngarorða: fríðar (merkur, hlíðir), fögur (skip),
8*