Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1916, Page 119
Svenska
119
hún hætti við skrifstofustörf og fór utan. 1909 kom út
saga eftir hana um Víga-Ljót og Vígdísi; efnið í henni
er úr íslendinga sögum, og gerist hún mest í Noregi og
á Islandi á dögum Ólafs Tryggvasonar. Árið eftir gaf
hún út kvæðasafn. Síðustu skáldsögur hennar heita
»Jenny< (1913) og »Vaaren« (1914). í fyrra gaf hún út
sögur um Arthur kong og riddarana við kringlótta borð-
ið; hefur hún þar fært frægar enskar miðaldasögur í
góðan norskan búning. Sigríður Undset hefur hlotið
mikið lof fyrir sögur sínar, og þykja hinar bestu snild-
arverk.
Þessar þrjár konur telja Norðmenn helstu skáldkon-
ur sínar nú sem stendur.
B. Th. M.
Svenska
Margir íslendingar lesa dönsku og norsku, en fáir
þeirra gæta að því, hve auðvelt það er fyrir þá Islend-
inga, er skilja dönsku eða ríkismálið norska, að lesa
svensku. Peir þurfa eiginlega ekki annað en að fá sjer
goða svenska bók og svenska orðabók með dönskum
þýðingum eða norskum til þess að slá upp í. Peir munu
þá sjá, að þau orð eru heldur fá, sem þeir þurfa að
fletta upp, nema rjett fyrst í stað.
Fyrir fjórum árum kom út sænsk orðabók með
dönskum og norskum þýðingum (Svensk—dansk—norsk
Ordbog) eftir fröken Idu Falbe-Hansen, sem er
meistari í norrænni málfræði. Orðabók þessi er mjög