Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1916, Síða 121
Hið íslenska fræðafjelag í Kaupmannahöfn
12
Hið íslenska fræðafjelag í Kaupmannahöfn.
Hiö íslenska fræðafjelag var sett á stofn í maí mán-
uði 1912. Tilgangur þess er að styðja og styrkja íslensk
vísindi og bókmentir með útgáfu gamalla og nýrra rita,
er snerta sögu landsins og náttúru, íslenskar bókmentir
og þjóðfræði. Einnig vill fjelagið, að því leyti sem hægt
verður, gefa út alþýðlegar ritgjörðir um almenn vísindaleg
efni nútímans, sem íslendingum má að gagni verða. Þá
er fjelagið gefur út gömul rit, brjef og önnur skjöl, verð-
ur sjerstaklega tekið til þeirra, sem geymd eru f handrita-
og skjalasöfnum í Kaupmannahöfn.
Fjelagið hefur nú staðið í fjögur ár og gefið út þær
bækur, er hjer skal greina:
Endurminningar Páls Melsteðs með mynd-
um. 2,50.
»Oss finst þetta skemtilegast allra íslenskra minning-
arrita. Ýms rit þeirrar tegundar mjög svo læsileg um
merka menn þjóðar vorrar eru þó út komin í seinni tíð.
En í þetta þykir oss mest spunnið. Par ræður tvent:
Annað það, að höfundurinn ritar hjer um sjálfan sig, sína
eigin persónulegu lífsreynslu, það í samtíðinni, sem hann
var helst við riðinn og skifti frá sjónarmiði hans mestu
máli, — og gjörir það svo einkar vel eða notalega. Eng-
inn ritar fegra mál íslenskt en Páll Melsteð, og er fegurð-
in hjá honum einkum í því fólgin, hve mál hans er lát-
laust og ljett. Öll ritverk hans hafa þetta sjer til ein-
kennis, — en þó ekkert þeirra eins mjög og þetta síð-
asta; þar hefur honum fyrst verulega tekist upp í þeirri
grein, enda hefur hann þar sett sjer að rita sem allra
næst því, sem hann talaði daglega. En hann talaði ynd-
islega, einkum er hann var að segja sögur. í slíku máli