Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Síða 6

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Síða 6
6 FINNBOGI GUÐMUNDSSON I þessu verki öllu hefur Grímur komizt í þá snertingu við handritasafn Landsbókasafns, er miklu hefur ráðið um það, að hann hneigðist að fullu til starfa í Landsbókasafni. Hann hafði raunar þegar haustið 1958 tekið að vinna í hlutastarfi að svokall- aðri kvæðaskrá, spjaldskrá um kvæði í handritum safnsins, „eftir upphöfum og fyrirsögnum með nánari skilgreiningu“, eins og segir í skýrslu landsbókavarðar um Landsbókasafnið í Arbók þess 1957—58. Grímur vann í ígripum að þessu verki, unz hann sem fyrr segir réðst í fullt starfvið safnið haustið 1962. Verkefni starfsmanna handritadeildar eru mörg, aðdrættir nýrra handrita, er berast jafnt og þétt, öðrum þræði fyrir frum- kvæði deildarstjórans. Síðan tekur við skráning efnisins. Grímur vann ásamt fyrirrennara sínum, Lárusi H. Blöndal, meðan hans naut við, að þriðja aukabindi skrár um handritasafn Landsbóka- safns, er út kom 1970. En við fráfall sitt hafði hann að mestu undirbúið 4. aukabindi um handritaauka 8. og 9. áratugarins. Stendur til, að það verði gefið út innan tíðar. Lfnnið hefur verið í deildinni að skipulegri könnun handritanna með viðgerð þeirra, er einkum þurfa aðhlynningar við, fyrir augum. Hefur viðgerðarstofa handrita, sem aðsetur hefur í Þjóð- skjalasafni, unnið mikið og gott verk, síðan hún tók til starfa 1965. Vegna þrengsla hefur starfsliði handritadeildar verið vandi á höndum að koma safninu haganlega fyrir í hillum, og kom sér vel, hvert snyrtimenni og hirðumaður Grímur reyndist í því efni. Það eru mikil vonbrigði, að Grímur lifði það ekki að fylgja handrita- safninu í Þjóðarbókhlöðu, svo vel sem hann haíði lagt á ráðin um alla tilhögun í hinum nýju húsakynnum. Eins og mönnum er kunnugt, flutti Grímur um árabil vinsæla þætti í útvarp um ýmislegt efni handritasafnsins, og hétu þættirnir Haldið til haga. Sumir þessara þátta hafa birzt á prenti í Arbók Landsbókasafns, sá seinasti í Arbók 1986 um Jón Jónsson í Simbakoti og handrit hans, bóka- og fróðleiksmann, er skrifaði og lét skrifa fjölda handrita, er síðar gengu milli manna. Grímur lifir sig inn í líf þessara manna og metur mikils merkilegt framlag þeirra eða eins og hann segir í lok greinarinnar: „Það er að vísu fávíslegt að mikla fyrir sér iðju Jóns í Simbakoti og reyna að draga af henni mikla lærdóma um þann þátt, sem hann og starfsbræður hans meðal íslenzkra skrifara síðari alda kunna að liafa átt í að varðveita samhengið í íslenzkri menningu, en það er gott að vita af þeim og eftirritunum þeirra, sem gengu ótrúlega hratt manna á
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.