Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Síða 23

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Síða 23
KARL O. RUNÓLFSSON TÓNSKÁLD 23 eru þrjú sönglög sem gefin voru út í Reykjavík 1932. Hið fyrsta af þessum lögum, op. 1 nr. 1, er lagið I fjarlœgð við texta eftir höfund sem kallar sig Cæsar; nr. 2 er Den farende Svend við ljóð Jóhanns Sigurjónssonar. Bæði þessi lög eru meðal þeirra laga Karls sem oftast eru flutt og enn njóta mestra vinsælda. Þriðja lagið er Afmœlisljóð við texta eftir Vigfús Jónsson. Athyglisvert er að op. 2 er hljómsveitarverk, Adagio funebre, sem varðveitt er í pennaskrifaðri raddskrá, og er þess getið á lokasíðu verksins að það sé samið 1931 en „instrúmenterað“ 1933 á Akureyri. Þau voru fá íslensku tónskáldin um þessar mundir sem spreyttu sig á tónsmíðum fyrir hljómsveit, enda hljómsveitarstarf allt á frumstigi. Þar var Karl á undan íslenskri samtíð sinni. Op. 3 er karlakórslag með hljómsveitarundirleik, Förumamaflokkar peysa við ljóð Davíðs Stefánssonar. Pennaskrifaður píanóútdráttur er dagsettur á Akureyri 24. mars 1932, en blýantsskrifuð raddskrá fyrir hljómsveit ber enga dagsetningu. Þar er skrifað fyrir fullskip- aða hljómsveit, en engu slíku liði var á áð skipa þegar karlakórinn Geysir hljóðritaði lagið 1933 með undirleik Hljómsveitar Akur- eyrar sem mjög var fáliðuð. Það verður ekki sagt að neinn viðvaningsbragur sé á þessum fyrstu lögum Karls. Óneitanlega bera þau allsterkan persónulegan svip og þau hafa orðið langlíf. Engu að síður átti stíll tónskáldsins eftir að breytast, þroskast og verða enn persónulegri með frekara námi og aukinni reynslu. Þessi breyting kemur fyrst skýrt fram í þjóðlagaútsetningunum op. 10. Þær munu flestar vera unnar meðan Karl sótti kennslu í tónsmíðum hjá dr. Franz Mixa á árunum 1934—38. Síðasta veturinn sem dr. Mixa kenndi hér var sá sem þetta ritar í þeim hópi sem sótti kennsluna með Karli og er minnisstætt þegar hann kom í kennslustundir með drög að þessum útsetningum sem þá þóttu nýstárlegar. Þær bera vott um vaxandi kunnáttu í kontrapunkti, ef borið er saman við eldri verk, og nýjan áhuga á slíkum vinnubrögðum í raddfærslu. Síðar átti Karl eftir að leita oft í sjóð þjóðlaganna og áhugi hans á þeim, sem virðist hafa kviknað um þetta leyti, endurspeglast með ýmsum hætti í mjög mörgum verkum hans. Svo er til dæmis um hljómsveitarsvítuna A krossgötum, sem samin er á árunum 1935-39. Hún var frumflutt á tónleikum Tónlistarfé- lagsins 12. mars 1940 þar sem fram komu Hljómsveit Reykjavíkur, stjórnar.di dr. Victor Urbancic, og karlakórinn Kátir félagar, stjórnandi Hallur Þorleifsson. Tónleikar þessir voru helgaðir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.