Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Blaðsíða 23
KARL O. RUNÓLFSSON TÓNSKÁLD
23
eru þrjú sönglög sem gefin voru út í Reykjavík 1932. Hið fyrsta af
þessum lögum, op. 1 nr. 1, er lagið I fjarlœgð við texta eftir höfund
sem kallar sig Cæsar; nr. 2 er Den farende Svend við ljóð Jóhanns
Sigurjónssonar. Bæði þessi lög eru meðal þeirra laga Karls sem
oftast eru flutt og enn njóta mestra vinsælda. Þriðja lagið er
Afmœlisljóð við texta eftir Vigfús Jónsson.
Athyglisvert er að op. 2 er hljómsveitarverk, Adagio funebre, sem
varðveitt er í pennaskrifaðri raddskrá, og er þess getið á lokasíðu
verksins að það sé samið 1931 en „instrúmenterað“ 1933 á
Akureyri. Þau voru fá íslensku tónskáldin um þessar mundir sem
spreyttu sig á tónsmíðum fyrir hljómsveit, enda hljómsveitarstarf
allt á frumstigi. Þar var Karl á undan íslenskri samtíð sinni. Op. 3
er karlakórslag með hljómsveitarundirleik, Förumamaflokkar peysa
við ljóð Davíðs Stefánssonar. Pennaskrifaður píanóútdráttur er
dagsettur á Akureyri 24. mars 1932, en blýantsskrifuð raddskrá
fyrir hljómsveit ber enga dagsetningu. Þar er skrifað fyrir fullskip-
aða hljómsveit, en engu slíku liði var á áð skipa þegar karlakórinn
Geysir hljóðritaði lagið 1933 með undirleik Hljómsveitar Akur-
eyrar sem mjög var fáliðuð.
Það verður ekki sagt að neinn viðvaningsbragur sé á þessum
fyrstu lögum Karls. Óneitanlega bera þau allsterkan persónulegan
svip og þau hafa orðið langlíf. Engu að síður átti stíll tónskáldsins
eftir að breytast, þroskast og verða enn persónulegri með frekara
námi og aukinni reynslu. Þessi breyting kemur fyrst skýrt fram í
þjóðlagaútsetningunum op. 10. Þær munu flestar vera unnar
meðan Karl sótti kennslu í tónsmíðum hjá dr. Franz Mixa á
árunum 1934—38. Síðasta veturinn sem dr. Mixa kenndi hér var sá
sem þetta ritar í þeim hópi sem sótti kennsluna með Karli og er
minnisstætt þegar hann kom í kennslustundir með drög að
þessum útsetningum sem þá þóttu nýstárlegar. Þær bera vott um
vaxandi kunnáttu í kontrapunkti, ef borið er saman við eldri verk,
og nýjan áhuga á slíkum vinnubrögðum í raddfærslu. Síðar átti
Karl eftir að leita oft í sjóð þjóðlaganna og áhugi hans á þeim, sem
virðist hafa kviknað um þetta leyti, endurspeglast með ýmsum
hætti í mjög mörgum verkum hans.
Svo er til dæmis um hljómsveitarsvítuna A krossgötum, sem samin
er á árunum 1935-39. Hún var frumflutt á tónleikum Tónlistarfé-
lagsins 12. mars 1940 þar sem fram komu Hljómsveit Reykjavíkur,
stjórnar.di dr. Victor Urbancic, og karlakórinn Kátir félagar,
stjórnandi Hallur Þorleifsson. Tónleikar þessir voru helgaðir