Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Page 39

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Page 39
ÞRENN HURÐARJÁRN 39 torfkirkjunnar og kirkju Magnúsar Ólafssonar, eins og vettvangs- lýsingarnar hér á undan votta. Enginn vitnisburður hefur borist um kirkjuna frá 1258. Ekki kæmi það þeim er línur þessar ritar á óvart, að svo hefði einnig verið umbúið á henni. Reyndar er það allsendis óvíst, að spangirnar þær arna hafi nokkurn tímann gegnt öðru hlutverki en vera til skrauts. Engin merki bera þau um það. Að vísu er stallur á endum tveggja þeirra, en ekkert merki um hjararauga. Við vitum, að elstu hurðir gengu á tréásum. Slíkt fyrirkomulag má enn sjá til dæmis á framkirkjuhurðinni á Borg- und í Noregi. A þeirri hurð eru járnspangir. Ekki er nú ljóst, hvaða hlutverki þær hafa gegnt, en hugsa má sér, að þar sé verið annaðhvort að festa hurðarborðin betur saman eða einfaldlega sé verið að stæla járnslegnar hurðir. Að svo komnu máli verður ekkert sagt með vissu um mál þetta, en hér þyrfti frekari rann- sóknar við. Tvœr lamir frá Skálholti Þjms. 5058 Árið 1903 bárust Þjóðminjasafni tvö hurðarjárn, sem svo er lýst í safnskrá: „Tvær lamir frá kirkjuhurð í Skálholti, 32 (og 34,5 sm.) á lengd, ganga þær út í 2 bognum álmum beggja vegna frá auganu upp og niður. Þær hafa því einungis náð lítið eitt fram á hurðina, en langt upp og niður eftir henni; augun eru sterk og járnmikil, en sjálfar lamirnar (álmurnar) fremur þunnar; sex naglagöt eru á hvorri löm og standa hnoðnaglar í þrem þeirra. Ryðgöt eru komin á þær á stöku stað.“12 Járn þessi eða lamir hefur Matthías Þórðar- son hresst við og notað á aðra skáphurðina, þá sem er á vinstri hönd þegar inn er gengið. Eins og ég hef þegar drepið á í ritinu Skálholt, kirkjur, fylgir engin frekari umsögn um járnin, hver færði þau safninu, í hvaða tilefni og á hvaða kirkjuhurð þau hafa verið!3 Þar er og sýnt fram á, að úr sóknarkirkju staðarins, sem stóð á árunum 1851 til 1956, eru þau ekki komin, enda þótt sögð séu af kirkjuhurð. Tæplega heldur eru þau úr Valgerðarkirkju, sem stóð þar frá 1802 til 1851. Hugsanlegt er, að lamir þessar hafi verið fyrir veraldlegu húsi áður en þær fóru suður, en sögn fylgt þeim, að verið hafi fyrr meir fyrir kirkju. Annað guðshús kemur þá ekki til greina en Brynjólfskirkja. Á henni voru auk aðalhurða, sem voru svo stórar, að smájárn gátu ekki borið þær, þrjár útihurðir aðrar og þrjár innihurðir, allar mun smærri.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.