Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Side 54
54
STEFÁN KARLSSON
eintaki Árnastofnunar í Kaupmannahöfn af bók hans hefur Jonna
Louis-Jensen vísað til Sleðbrjóts á Jökuldal í Manntali 1703.41 Þar
eru tvö nafnanna, Styrbjörn Þorsteinsson og Guðmundur Þor-
steinsson, og þar eð Styrbjarnar-nafn er fátítt er trúlegt að um
sömu menn sé að ræða á spássíu brotsins og í manntalinu.
Styrbjörn og Guðmundur vóru bræður, 26 og 22 ára 1703, synir
annarra hjónanna á Sleðbrjóti, þeirra Vigdísar Styrbjörnsdóttur
og Þorsteins Magnússonar. Brotið VI mun því að öllum líkindum
hafa verið á Sleðbrjóti um eða rétt fyrir aldamótin 1700.42 Jafn-
framt hefur Heiko Uecker bent á að Hjörleifur Erlendsson, sem
var prestur á Hallormsstað um og eftir aldamótin 1600, hafi átt
Vínarsaltarann 2713.43 Hvorttveggja styður hugmyndina um að
starfsvettvangur skrifarans hafi verið á Austurlandi.
Ur því að öll handrit þessa skrifara hafa að geyma kirkjulegt
efni, er ekki ólíklegt að lærður maður hafi skrifað þau.44 Annar
tveggja votta við bréfagerðina 1569 var Árni prestur Ólafsson, og
prestur með þessu nafni, sennilega einn og sami maður, kemur við
ýmsar heimildir fyrir austan á árabilinu 1569—1614; hann mun
hafa verið prestur í Þingmúla í Skriðdal frá því um 1570 og síðar
að Þvottá í Álftafirði.45 Þennan Árna prest taldi Heiko Uecker vera
líklegasta skrifara bréfsins í Ási,46 og hann hefur væntanlega verið
ungur maður 1569, þar eð hann kemur enn við sögu 1614; Uecker
hugði að hann hefði varla verið fæddur fyrr en 1535—40, og e.t.v.
hefur hann ekki verið fæddur fyrr en 1540—45, úr því að Ólafur
Árnason, sem trúlegt er að hafi verið faðir séra Árna, var prestur á
Hallormsstað 1543-87.47 Það er því óvíst að Árni Ólafsson hafi
verið farinn að skrifa bækur áður en Fræðaprédikanir Odds
Gottskálkssonar vóru prentaðar 1562, en ekki ólíklegt að hann
hafi verið við nám í Skálholti á öndverðum biskupsárum Gísla
Jónssonar (1558—87).
Skrifari þessara handrita liefur augsýnilega verið fræðari:
Hann hefur skrifað upp þýðingu á lífsreglum Jesú Síraksbókar,
41 Manntal á íslandi árið 1703 ... (Rv. 1924-47), 385.
42 Der Wiener Psalter (sjá nmgr. 33), lviii.
43 Der Wiener Psalter (sjá nmgr. 33), lix.
44 Til hins sama bendir sérstök £-gerð sem bregður fyrir í bréfinu 1569 og líkist gríska
stafnum gamma; þá £-gerð nota sumir lærðir menn á seinni hluta 16. aldar, t.a.m. Gísli
biskup Jónsson, sbr. Westergárd-Nielsen, To bibelske visdomsboger (sjá nmgr. 24), 59 og
planche 18.
45 Hannes Þorsteinsson, Ævir lœrðra manna (handrit í Þjóðskjalasafni fslands); Páll Eggert
Ólason, íslenzkar æviskrár ... I (Rv. 1948), 65.
46 Der Wiener Psalter (sjá nmgr. 33), Iviii.
47 Der Wiener Psalter (sjá nmgr. 33), lviii og cv.