Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Side 102

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Side 102
102 ÓLAFUR PÁLMASON meira. En gæði safnsins, bókavalið og búnaður ritanna, er með þeim hætti, að hiklaust má fullyrða, að einungis örfáum bókasöfn- urum hafi tekizt að gera þar jafnvel. Til bókbands hefur verið vandað af óbrigðulli smekkvísi, og þar gætir mjög handbragðs Páls sjálfs, því að hann var listavel hagur og meðal beztu bókbindara. Hann sótti námskeið í þeirri iðn, m.a. hjá erlendum úrvalskenn- ara, sem starfaði hér um skeið skömmu eftir styrjaldarlok. Þá kynnti hann sér einnig pappírsviðgerðir og fékkst við þær á seinni árum. Margur góður gripur í Pálssafni er þannig til kominn, að Páll hefur þurft að gera við lúin kver, kannski blað fyrir blað, eða taka úr tveimur eða fleiri eintökum til að ná einu svo góðu, að hann sætti sig við. I þessum efnum, bókbandi og viðgerðum, er ekki einhlítt að kunna skil á handverki. Listin er ekki síður í því fólgin að hafa óskeikult mat í efnisvali — og svo hinu, að þekkja takmörk sín, ráðast ekki í flóknari verkefni en svo, að fyrir víst megi vænta bezta árangurs. A þessu hefur margur góður drengur flaskað, en hér brást Páli ekki dómgreind. Það er ekki á mínu valdi að gefa einkunn fyrir bókband, en ég veit, að það var álit margra smekk- manna á bækur á síðari árum, að Páll væri þá einn allra snjallasti bókbindari í Reykjavík. Þegar vandlátum bókasöfnurum í kunn- ingjahópi Páls fannst mikið liggja við í bókbandi eða viðgerðum, þótti þeim vel horfa, ef hann tók verkið að sér. Safn á borð við það, sem hér er í umræðu, verður ekki metið til fjár fremur en aðrar þjóðminjar; slíkt verður einungis metið til tilfmningar. Páll var raunar eitt sinn spurður um þetta: Hvað kosta svona bækur? Kosta þær á við bíl, einbýlishús — eða skut- togara? Svar hans var í senn glettið og gagnhugsað: „Ég held, að ég vildi heldur eiga þessar bækur en skuttogara; það er að minnsta kosti minna tap á þeim, að manni skilst.“ Eg hygg, að Páll Jónsson hafi ætíð safnað bókum til þess eins að hafa ánægju af þeim sjálfur, en ekki til þess að gera bókasafn sitt að minnisvarða. Það er til marks um þetta, að fyrir um það bil tuttugu árum sat ég í stofu hans og heyrði hann segja, að sér væri helzt að skapi, að bækur sínar dreifðust eftir sinn dag og lentu hver og ein í höndum þess, er vildi fórna mestu fyrir hana. A þann hátt væri bókunum sjálfum bezt borgið, enda gætu þær þá veitt öðrum sams konar yndi og þær höfðu veitt honum, orðið hver um sig happa- fengur í óvissri leit. Það er einnig grunur minn, að hann hafi þá verið haldinn nokkrum ótta við opinber söfn og stofnanir, þar sem hver einn gripur er kannski ekki alltaf handleikinn af sömu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.