Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Síða 119

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Síða 119
UPPHAF ÞJÓÐFRÆÐASÖFNUNAR 119 og aðra 7. febrúar 1846, þar sem hann samþykkti, að sett yrði á stofn handritasafn (Historisk-Archæologisk Archiv) í tveim deild- um, og yrði í annarri þeirra m.a. það efni sem safnaðist hér á landi. I stjórn safnsins skipaði konungur ásamt íleirum Carl Christian Rafn og Finn Magnússon, en Jón Sigurðsson var settur skjalavörð- ur í þeirri deild er varðveita skyldi íslenzka efnið.14 28. apríl 1846 gaf Fornleifanefndin út „Boðsbréf til Islendinga um fornritaskýrslur og fornsögur“. Virðist líklegast, að Jón Sig- urðsson hafi vegna stöðu sinnar séð um textann. Þetta boðsbréf er 8 síður að lengd, allýtarlegt og greinir frá þeirri skipan, sem hér hefur verið rakin. Þá er gerð grein fyrir því efni, sem sótzt er eftir - fornritum, staðalýsingum og alþýðlegri fornfræði - og útskýrt nákvæmlega, hversu safna skuli tveim síðarnefndum efnisflokk- um. Þar sem rætt er um staðalýsingar, er beðið um hvers kyns þjóðtrú og sagnir, sem þeim tengist, en þær leiðbeiningar, er varða alþýðleg fornfræði, eru í anda tillögu G. Stephens.15 A sama ári, 1845, og ákveðið var á umræddum fundi hjá Fornfræðafélaginu að hvetja til söfnunar íslenzkra þjóðfræða tóku sig saman tveir ungir Bessastaðamenn, Jón Árnason, stúdent og heimiliskennari hjá Sveinbirni Egilssyni, og Magnús Grímsson, sem enn var í skóla, „að safna öllum þeim alþýðlegum fornfræð- um“, sem þeir gætu „komizt yfir“. Magnús skyldi einbeita sér að sögum, en Jón safna kreddum, leikum, þulum, gátum og kvæðum, en hvor safna þó fyrir annan og benda þangað, sem liðs væri að leita. I formála Jóns, sem hér er til vitnað og átti að birtast fyrir framan þjóðsagnasafn hans rúmum áratug síðar en hér er komið sögu, orðar hann það þannig, að þessi ákvörðun hafi verið tekin einu ári áður en út kom boðsbréf Fornfræðafélagsins.16 Eins og kunnugt er, barst þessi formáli umsjónarmönnum útgáfunnar að sögn ekki nógu snemma og var því ekki prentaður í það sinn. Guðbrandur Vigfússon, sem ritaði þann formála, er fylgdi útgáf- unni, komst á hinn bóginn svo að orði, að þeir Jón og Magnús heíðu hafið söfnun sína á „sömu missirum“ og G. Stephens gerði 14 „Program for det Historisk-Archæologiske Archiv“, Antiquarisk Tidsskrift 1843-1845, Kjöbenhavn 1845, með eigin blaðsíðutali, bls. 1; sbr. einnig „Boðsbréf til íslendinga um fornrita-skýrslur og fornsögur“, í sama riti með eigin blaðsíðutali, bls. i-ij; sbr. einmg Lovsamling for Island XIII, Kjöbenhavn 1866, bls. 325-27. 15 „Boðsbréf til íslendinga um fornrita-skýrslur og fornsögur“, Antiquarisk I idsskrift 1843-1845, Kjöbenhavn 1845, með eigin blaðsíðutali, bls. i-vii. 16 Jón Árnason, „Formáli“ að íslenzkum þjóðsögum og æfintýrum I—II, Leipzig 1862-64, gefinn út af Einari Ólafi Sveinssyni aftan við ljósprentun síðara bindis áðurnefndrar útgáfu, Reykjavík 1930-39, bls. 713.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.