Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Side 128
128
LANDSBÓKASAFNIÐ 1989
aflientu, en Þorleifur var langalangafi Henrys. Til voru fyrir í
safninu margvísleg gögn komin úr fórum Þorleifs Repps.
Handrit tónverka Karls Ó. Runólfssonar. Dóttir hans, Guðlaug,
og maður hcnnar, Einar Þorsteinsson, aflientu.
Frú Esther Jackson, ekkja Cyrils Jacksons, sendi að gjöf unt
hendur Ólafs Egilssonar sendiherra handrit doktorsritgerðar
manns síns, „Matthías Jochumsson. A Biographical and Critical
Study, þrjú bindi. Tvö síðari bindin bera heitið „A complete
edition of the hitherto uncollected and unpublished Icelandic
poetry of Matthías Jochumsson.“
Klemens Tryggvason fv. hagstofustjóri afhenti handrit að
kirkjusögulegri „ritgerð Tryggva Þórhallssonar úr samkeppnis-
prófi, er fram fór árið 1917 um dósentsembættið við guðfræði-
deild Háskóla íslands“ (sbr. ritið Gissur Einarsson biskup og
siðaskiptin, Reykjavík 1989) og handrit að fyrirlestri, er Tryggvi
fiutti í samkeppnisprófinu.
Kristín Agústsdóttir, ckkja Magnúsar Kjartanssonar ráðherra,
afiienti að ósk hans í lifanda lífi nokkur blöð með ljóðunr og
greinum eftirtalinna listamanna, sem flest munu hafa birzt á
síðum Þjóðviljans í ritstjóratíð Magnúsar:
Gunnlaugur Scheving (saga), Guðmundur Böðvarsson (ljóð),
Jakobína Sigurðardóttir (ljóð), Jóhannes úr Kötlum (ljóð), Snorri
Hjartarson (óbundið mál), Þorsteinn Valdimarsson (ljóð), Arni
Kristjánsson (grein, dánarminning), Svavar Guðnason (sendi-
bréf), Jóhannes Helgi (sendibréf).
Stílabók með alls konar uppköstum Magnúsar Asgeirssonar
skálds. Guðbjörg Snót afhenti, dóttir Jóns Sigurðssonar og Jó-
hönnu Guðmundsdóttur frá Seyðisfirði, Bjarnasonar. Arni
Agústsson, fyrri maður Jóhönnu og Magnús voru miklir mátar, og
hefur skáldinu sennilega orðið laus bókin hjá Arna og Jóhönnu í
einni af mörgum heimsóknum þcss til þeirra. Guðbjörg Snót
afiienti einnig nokkur gögn úr fórum afa síns, Guðmundar
Bjarnasonar kaupfélagsstjóra á Seyðisfirði.
Helga Kristjánsdóttir og Arnþrúður Arnórsdóttir afhentu ým-
islegt handritakyns úr dánarbúi Kristbjargar Ingólfsdóttur. Hér
er um að ræða efni varðandi Helgu Stefánsdóttur og Kristján
Ingjaldsson á Mýri í Bárðardal og afkomendur þeirra og tengist
ílest Stephani G. Stephanssyni (sumt eftir hann) og íjölskyldu og
þá einkum íoður lians, Guðmundi, en hann var bróðir Helgu á