Réttur


Réttur - 01.10.1934, Side 14

Réttur - 01.10.1934, Side 14
framt því, sem þeir Jömuðu vörn hans gegn árásum þessum. Þess vegna komu þeir í byrjun kreppunnar fram með þá kenningu, að verkalýðurinn yrði að láta allar endurbætur bíða, meðan kreppan héldist, og reyndu að hugga hann með því, að þegar kreppan væri um garð gengin, mundi þeim verða haldið áfram með enn meiri krafti! Það gekk „sæmiiega" fyrst í stað, og auðvaldið notaði þetta til þess að koma fram kreppuráðstöfunum sínum á kostnað verkalýðsins, eins og til var ætlazt. En þegar kreppan hélt áfram að magnast, einmitt vegna kreppu- ráðstafanna þessara, jókst óánægja verkalýðsins svo, að foringjar sósíaldemókrata urðu að neyta nýrra bragða til þess að halda verkalýðnum í skefjum. Þá kom Otto Bauer, þetta höfuð endurbótastefnunn- ar, fram með „kenninguna" um, að þar sem sýnilegt væri, að auðvaldinu tækist ekki af eigin rammleik að vinna bug á kreppunni, þá yrði verkalýðurinn að hjálpa því til þess, — að hið sögulega hlutverk verkalýðsins væri nú að gerast læknar kapitalismans og fórna öllu fyrir viðhald hans, því ekki væri hægt að byggja upp sósíalismann á rústum kapitalismans! Þannig opinberaði endurbótastefnan loksins sjálf innihald sitt og tilgang. Þróun auðvaldsskipulagsins hafði knúið hana til þess, því það þoldi ekki lengur nein- ar endurbætur fyrir verkalýðinn. Það þoldi ekki leng- ur þann kostnað, að kaupa stóran hluta verkalýðsins til þess að kljúfa hann. Sérhver smáendurbót var nagli í líkkistu auðvaldsskipulagsins, og þess vegna gat eng- inn sá flokkur, sem ekki vildi vinna að því að kollvarpa kapitalismanum, barizt lengur fyrir endurbótum. Það gat nú aðeins einn flokkur, heimsflokkur kommúnista, sem einmitt hefir þá stefnu að ala upp verkalýðinn með baráttu fyrir endurbótum, stórum og smáum, þar til hann verður nógu sterkur til að steypa auðvaldinu af stóli og hefir af eigin reynslu skilið nauðsyn þess. Sósíaldemokrataforingjarnir, aftur á móti, segja skil-- 110

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.