Réttur


Réttur - 01.10.1934, Page 43

Réttur - 01.10.1934, Page 43
25. júls er annar marksteinninn á glötunarvegi Hitlersalræðisins. Tæpum mánuði eftir atburði þá, sem fyrr er frá sagt, miðvikudaginn 25. júlí, settust vopnaðir austur- rískir nazistar í útvarpsstöðina í Vín og létu útvarpa þeirri fregn, að Dollfuszstjórnin hefði sagt af sér, en við stjórnarforsæti hefði tekið Rintelen, sendiherra Austurríkis í Róm, stjórnmálamaður, sem stóð í nánu sambandi við nazistahreyfinguna í Austurríki. Samtím- is réðst annar flokkur inn í stjórnarráðsbygginguna og handtók Dollfusz og aðra ráðherra. Við það tækifæri fékk Dollfusz skotsár, sem dró hann til dauða seinna um kvöldið. Nokkrar skærur urðu, bæði í Vín og öðrum borgum, áður en herliði og lögreglu tækist að skakka leikinn. Við stjórnarforsæti tók kennslumálaráðherrann . Schuschnigg. Menn hafa líkt þessum atburðum við morðið í Sara- jevo 1914. Og í sannleika sagt, hafi morðið á Franz Ferdinand verið eðlilegt styrjaldartilefni, þá mátti með margföldum rétti segja hið sama um Dollfuszdrápið og alla undangengna pólitík nazistanna í Austurríki. Þessi pólitík var fólgin í brúasprengingum, morðum, hand- sprengjuárásum og öðrum ofbeldisverkum, sem verið höfðu daglegir viðburðir þar í landi undangengna mán. uði. Menn vissu gerla, að Hitlersstjórnin stóð þar sjálf á bak við. Stigamenn beita stigamannlegum aðferðum. Tilgangurinn var að vinna Þýzkalandi forræði í Austur- ríki. En það voru fleiri, sem þarna höfðu járn í eldi. Fyrst og fremst Mussolini. Fregnir af þessum atburðum voru ekki fyrr komnar til Róm, en ítalskur her stóð við austurrísku landamærin, búinn til norðurgöngu. Hitler var svo heppinn, að fyrirtæki hans misheppn- aðist. Æfintýrapólitík hans hafði verið leikur með eld- inn yfir sjálfri púðurtunnu Evrópu, vitfirring, sem ekki á sér hliðstætt dæmi í milliríkjapólitík nútímans, nema ef vera kynni í Asíupólitík Japana. En þarna var ekki 'einu sinni samkvæmni í vitfirringunni, ekki „metode 139

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.