Réttur


Réttur - 01.10.1934, Page 45

Réttur - 01.10.1934, Page 45
ðkoðunum sínum, hefir þó orðið nazismanum hið þarf- asta verkfæri. Þessi gamli afturhaldssami hershöfðingi og stórjarðeigandi var í augum borgarastéttarinnar nauðsynlegt andvægi gagnvart hinum „plebejisku fígúr. um“ Hitlers og kumpána hans í stjórnarstöðum Þýzka- lands, hann varpaði á stjórnarfarið þeim fyrirmannlega svip, sem æfintýramannastjórnina skorti. Hins vegar er það gersamlega í anda nazismans, að gera hinn aftur- haldssama junkara að þjóðardýrlingi, að bregða upp fyr- ir þýzka æskulýðnum sem eftirsóknarverðustu fyrir- mynd þessum andlausa stríðsdýrkanda. Hitler er orðinn ríkisforseti. Úr því að ekki þótti ann- að tiltækilegt en að láta til málamynda fara fram kosn- ingu á forsetanum, var engum af nazistaleiðtogunum öðrum en Hitler trúað til að hafa enn nægilega öflugt fylgi til að hindra það, að kosningaúrslitin yrðu skandali fyrir þýzka fasismann. Allt það, sem þetta aðaltromp nazistadómsins á enn eftir af fylgi meðal landslýðsins, ásamt hinni blóðugu skipulagsbundnu kosningakúgun, nægði þó ekki til að koma í veg fyrir, að 12 % allra kjós- enda segðu nei eða gerðu atkvæðaseðla sína ógilda. Af rúmum 43 milljónum, sem atkvæði greiddu, sögðu 38 milljónir já, en 5,1 milljón sagði nei eða gerði seðla sína ógilda. Við þjóðaratkvæðagreiðsluna 12. nóv. 1933 voru af álíka mörgum greiddum atkvæðum 40,6 millj. já- atkvæði og 2,85 millj. nei-atkvæði eða ógild. Hinum and- fasistísku atkvæðum hefir því fjölgað um nærfelt helm- ing á þrem ársfjórðungum. Hér við bætist, að tvær milljónir greiddu alls ekki atkvæði. Þegar tillit er tekið til hinnar skipulögðu kosningasmölunar nazistanna og hótana þeirra um það, að hver sá, sem heima sæti, skyldi skoðaður sem landráðamaður og leikinn sam- kvæmt því, má fullyrða, að þessi tala jafngildi því nær eins mörgum nei-atkvæðum. En eftir er aðalatriðið: Þessar tölur eru teknar eftir fasistunum sjálfum, sem gátu án nokkurs eftirlits sniðið þær til eftir sínum þörfum. 141

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.