Réttur


Réttur - 01.10.1934, Page 47

Réttur - 01.10.1934, Page 47
imperíalismans. Auðvaldsfyrirkomulagið skundaði! hröðum fetum norður og niður braut sinnar almennu kreppu. ,,Jafnvægið“ var tekið að hvarfla í ýmsar átt- ir. Yfir auðvaldsheiminn dundi viðskiptakreppan mikla, sú, sem borgararnir vita ekki, hvaðan kemur eða hvert hún fer. Andstæðurnar milli auðvaldsríkj- anna voru hafnar í nýtt veldi: Bretland — Banda- ríkin, Bandaríkin — Japan, Frakkland — Italía. Úlf- arnir voru farnir að urra ískyggilega hver að öðrum. Þjóðabandalagið varð æ vanfærara um að rækja hlutverk sitt, að varðveita þetta hlutfall kraftanna milli kúgaranna og hinna kúguðu, sem komst á í heim- inum eftir stríðið. Erkióvinurinn, Þýzkaland, var tek- inn í bandalagið 1926. Það sýndi þegar nokkurt veiklumerki Versaillesstefnunnar. Þýzkaland tók að gera kröfur til aukins vígbúnaðar, sem urðu þó sér- staklega háværar eftir að Hitler komst að völdum. Nazistastjórnin vígbýst í hamslausri gríð, í trássi við öll ákvæði friðarsáttmálans. Kreppa Þjóðabandalags- ins, sem harðnaði stórum við úrsögn Japans og nazista- ríkisins, er ljós vottur um, að Versailleskerfið er farið að liðast sundur. Jafnframt hefir afstaða Sovétríkjanna gerbreytzt á undanförnum 17 árum. Óhagganlegur grundvöllur sósíalismans hefir verið lagður þar í landi. Sovét- ríkin hafa fullkomnað hina stórfelldu fyrstu fimm- ára-áætlun sína og eru langt komin á leið annarrar fimmára-áætlunarinnar. Þau hafa afmáð auðmennina sem stétt. Iðnaðarframleiðsla þeirra hefir fjórfaldazt síðan 1913, samyrkjuhreyfingin sigrað í landbúnað- inum. Þau eru orðin eitt hið voldugasta ríki í viðskipta- legu og stjórnmálalegu tilliti, og hernaðarlegur varn- armáttur þeirra gæti örðið alvarlegur háski hverju því auðvaldsríki, sem á þau reyndi að ráðast. (Sbr. ræðu Stalins, „Sigur sósíalismans“, sem komin er út í íslenzkri þýðingu). Þegar nú Sovétríkin ganga í Þjóðabandalagið, er þá 143

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.