Réttur


Réttur - 01.10.1934, Side 50

Réttur - 01.10.1934, Side 50
vænta annars en ábyrgðarlausrar æfintýramennsku, sem enga samleið getur átt með hinni alvarlegu, þaul- reiknuðu brezku drottnunarstefnu. Jafnvel slíkur jöt- unn, sem brezka heimsveldið, verður nú á dögum að eiga sér öfluga bandamenn, ef hann vill troða ill- sakir við Sovétríkin. Þau reyndust Bretlandi þung í skauti þegar í hitt eð fyrra, er mál ensku verkfræð- inganna voru á döfinni í Moskva. — Af þessum ástæð- um kaus Bretland að láta sér góður þykja lélegur leik- ur og undirrita boðsbréfið til Sovétríkjanna um inn- göngu í Þjóðabandalagið. I Austur-Asíu, þeim fylkingararminum, þar sem friðinum hefir verið einna mest hætta búin, hefir styrkleikahlutfallið einnig tekið breytingum heims- friðnum í vil. Margra ára kreppa lamar æ. meir hern- aðarmátt Japana, sovétbyltingin í Kína veikir aðstöðu þeirra, drottnunarstefna þeirra á Kyrrahafinu hefir beðið ljótan hnekki við samninga Bandaríkjanna og SSSR. Alla þessa örðugleika og andstæður innan auðvalds- heimsins hafa Sovétríkin hagnýtt sér á meistaralegan. hátt í því skyni að hindra styrjöldina, sem vofað hefir yfir. Þeim hefir tekizt það fram að þessu. Þátttaka Sovétríkjanna í Þjóðabandalaginu hlýtur, eins og nú er ástatt, að veita þeim aukna möguleika í þessum efnum. Þessi glæsilegi árangur kann að freista sumra frið- arvina til of mikillar bjartsýni. Það má ekki verða.. Einmitt nú eru ófriðaröflin að verki af meiri ákefð en nokkru sinni áður. Hernaðarklíkurnar, fasisminn og vopnasalarnir skara að stríðsglæðunum af öllum mætti, sendiboðar þeirra eru; að morðiðju sinni um allar borgir, til þess að egna saman þjóðirnar. Styrj- aldarhættunni verður aldrei útrýmt fyrr en verka- manna- og bændastjórn, sovétríki, er komin á um allan heim. 146

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.