Réttur - 01.10.1934, Page 60
sjúkrahúsi hverfisins og öðrum sjúkrahælum, til
þess að láta þá þegar í stað bíða bana af byssukúl-
um herliðsins. Daginn, sem hinar „lofsamlegu“
Afríku-sveitir réðust inn í borgina, voru sárir menn
teknir úr öllum spítölum og skotnir. Sömu örlögum
sættu konur þær, er starfað höfðu sem hjúkrunar-
konur við hinar rauðu liðssveitir“.
Hverjar voru orsakirnar að ósigri spánsku bylting-
arinnar? Svarið verður: Fyrst og fremst klofning
verkalýðshreyfingarinnar, hin ófullkomna samfylking
spánska verkalýðsins.
Á Spáni leika anarkistar, stjórnleysingjar, svipað
hlutverk og sósíaldemokratar í Mið- og Norður-Ev-
rópu. Anarkistaforingjarnir eru þar erindrekar borg-
arastéttarinnar innan verkalýðshreyfingarinnar, eins
og bezt sést á því, að þegar öll byltingasinnuð dagblöð
og jafnvel frjálslynd blöð á borgaravísu voru bönnuð,
þá hélt aðalmálgagn anarkistanna áfram að koma út.
Anarkistaleiðtogarnir höfnuðu samfylkingartilboði
kommúnista — eins og Alþýðuflokksbroddarnir hérna
— og urðu þannig aðalorsökin að stundarsigri aftur-
haldsins. Hinir anarkistisku verkamenn tóku að vísu
þátt í allsherjarverkfallinu og vopnaviðskiptunum, í
andstöðu við foringja sína. En spánska verkalýðinn
vantaði ennþá allsherjar byltingasinnaða forystu, sem
sameinaði undir merki sínu allan öreigalýðinn. —
Spánsku byltinguna vantaði að mjög miklu leyti þá
Deninistisku forystu, sem einungis sterkur kommún-
istaflokkur gat veitt. Þar við bættist, að hreyfingin
náði ekki fullnægjandi tökum á varaliði byltingarinn-
ar, bændum og landbúnaðarverkalýð.
Ef við berum byltinguna í Astúríu saman við febr-
úarbyltinguna í Austurríki, þá getur engum dulizt,
hversu hin fyrrnefnda stendur á miklu hærra stigi,
bæði að baráttuaðferð og pólitísku inntaki. Þrátt fyr-
ir einstaka mistök og pólitískar villur, var- það hin
156