Réttur


Réttur - 01.10.1934, Page 64

Réttur - 01.10.1934, Page 64
<eða fangelsi, þar eð þeir höfðu hlotið margra ára dóm. Þeir voru spurðir þess, hvort þeir vildu fara með, og var þess eins krafizt af þeim, að þeir lofuðu því að vinna klst. daglega við hvaða verk, sem væri. Engan þarf að undra það, að allir sögðu já, þar sem hér var að velja um fangelsið eða frelsið, sem fyrir þeim var útmálað. Sennilega hugsuðu sumir sem svo, að þeim mundi gefast tækifæri til þess að sleppa, ef þeim líkaði ekki vistin. Piltarnir fengu aðsetur í sumarbústaðnum. Þeir undruðust það, að engar járnstengur voru fyrir glugg- unum, að engri hurð var aflæst, hvorki að nóttu né degi, og að engin girðing var um bústaðinn. Þeir gátu með öðrum orðum tekið dót sitt og farið, þegar þá lysti. Opnu dyrnar trufluðu þá. Þeir gátu ekki fengið sig til þess að strjúka. Það var líka nægur tími til þess. Þetta var raunar allt nýtt og ekki svo óskemmti- legt í bili. Þessir 20 piltar bjuggu með foringja sín- um og þjónustuliðinu, eins og fjölskylda, sem gerir átökin sameiginlega og nýtur arðsins í félagi. Fyrst varð að ryðja skóginn, til þess að gera vegi um mýr- arfenin. Piltarnir unnu ósleitilega. Þeir sungu við vinnuna, og að vinnutíma loknum léku þeir sér, æfðu íþróttir og lærðu að lesa og skrifa. Næsta skrefið var að þurrka mýrarnar í kring, svo mýið æti þá ekki al- veg upp. Smiðjan var líka leikfang á sinn hátt. Það er alveg ótrúlegt, hvað hægt er að framleiða í svona hrörlegri smiðju, ef ímyndunaraflið er í lagi og maður við hendina til leiðbeininga um framkvæmdirnar. Hegðun piltanna var svo góð, að þeir voru spurðir að því, hvort ekki væri gaman að fá fleiri félaga út í skóginn. Ja, hví þá ekki? Fleiri voru sóttir úr fang- elsum og gæzluvarðhöldum. En nú varð plássið lítið. Það varð að reisa skála. Nóg var af trjánum. Piltarn- irreistu skálann sjálfir. Og þegar hann var reistur, var farið að hugsa um tekjulindir. Forstjórinn hafði fengið ofurlítið ríkislán, svo ekki 160

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.