Réttur


Réttur - 01.10.1934, Side 69

Réttur - 01.10.1934, Side 69
Kynin eru ekki aðskilin. Þvert á móti vinna þau saman og skemmta sér saman. Það má því nærri geta, að ástin er ekki heldur útilokuð. Nýbyggjarnir gift- ast. Og þegar þeir eru giftir, skoða þeir sveitina sem heimili sitt æfilangt. En áður en litlu hjúin fá bless- un félaga sinna, er gengið úr skugga um það, hvort þau eru þess verð að stofna fjölskyldu. Komi það í Ijós, að hann er ekki hirðusamur í fjármálum, að hún er hirðulaus eða ekki við eina fjölina felld, er lagt til við þau að hinkra við, unz þessar smáveilur eru horfnar. Standi þau fast á því að vilja ekki bíða, jæja, þá er þeim hjálpað til þess að fá húsgögn og húsnæði. En . . . ef illa fer, ef þau geta ekki séð fyrir börnunum eða heimilinu, er það sjálfum þeim fyrir verstu. Bíði þau hinsvegar, unz félagarnir gefa sam- þykki sitt, hjálpa þeir þeim í blíðu og stríðu. Venjulega eru börn afleiðingar ástar og hjóna- bands, og þau eru líka um 500 hér. Þau eru ýmist hjá foreldrunum, í hvítvoðungahælum, smábarna- deildum eða barnagörðum. Það er hálf kátbroslegt að sjá, hversu þetta unga fólk nostrar við allt það, er börnunum viðlcemur. Það eru ekki aðeins hjónin, sem eyða frístundum sínum til þess að skoða krakkana og leika við þau. Búið er að brjóta mörg hundruð dagsláttur lands undir akra, matjurtagarða og aldingarða. Kviksynd- ismýrum og skógum hefir verið breytt í haga handa hestum og kúm. Gerðir hafa verið ágætir vegir. Af stórum íþróttavöllum má sjá það, að hér eru ekki að- eins gerð íþróttaáhöld, heldur eru þau líka notuð í stórum stíl. Allan daginn er æft í stórum fimieika- sölum. Á vetrum eru iðkaðar sleða-, skíða- og skauta- ferðir. Á kvöldin eru æfðar fullkomnustu tónsmíðar. Fullkomin lúðrasveit er til og strengjahJjómsveit. 165

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.