Réttur


Réttur - 01.10.1934, Page 77

Réttur - 01.10.1934, Page 77
„ffireint ogg Opið bréf til Benjamins Kristjánssonar sóknarprests í Grundarþingnm. Gamli kunningi! Það hefir mörgum sinnum hvarflað að mér nú í seinni tíð að senda þér nokkrar línur, til að ræða við þig málefni, sem við ræddum mörgum sinnum fyrr á tímum og ætluðum þá að reyna að leysa sem samherj- ar, en sem skipa okkur nú í andstæðar sveitir. Þú heldur þér enn þá við þá æskuhugsjón þína, að standa framar- lega í fylkingu, og þar sem á þér getur borið öðrum fremur. Eg ávarpa þig þess vegna sem fulltrúa þeirrar stefnu, sem þú hefir gerzt stríðsmaður fyrir, og þró- unarferil þinn tek eg sem prýðilegt dæmi þeirra strauma og straumhvarfa, sem orðið hafa í kirkjulífi þjóðarinnar síðustu árin og mig hefir svo oft langað að taka til meðferðar. Það ætla ég lítilsháttar að gera í þessu bréfi. I. Þótt við værum ekki saman í skóla, þá eigum við í raun og veru sameiginlegar minningar frá þeim árum, þegar við vorum að stunda hin helgu vísindi til undir- búnings því stai'fi að hjálpa almáttugum guði í hans ægilegu viðureign við djöfulinn sjálfan, sem er faðir lyginnar. „Sannleikurinn" var hið mikla kjörorð, sem við þóttumst báðir rita á fána okkar, er við gengum út í baráttu lífsins. Sannleikurinn var lykillinn að gósen- landi hinnar „sönnu menningar", sem við ætluðum að opna fyrir lýðnum, sem enn var í fjötrum ýmiskonar blekkingar. — Við áttum það sameiginlegt að hata og fyrirlíta menn eins og Ástvald í Ási, Sigurbjörn í Vísi og Knút borgarstjóra fyrir hræsni þeirra og skinhelgi. í brjósti okkar beggja brann það, sem á borgaralegu máli er nefndur hugsjónaeldur. Starfsólgan svall í blóð- inu, og við ætluðum óhikað að segja stríð á hendur allri 173

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.