Réttur


Réttur - 01.10.1934, Side 80

Réttur - 01.10.1934, Side 80
ustu sannindin og krossfestir því spámennina bæði lífs og liðna“. Þannig skrifaðir þú, eyfirzki bóndasonurinn, þegar þú sazt við brunna hinnar guðfræðilegu þekkingar, varst af veikum mætti en fullri einlægni að gera þér grein fyrir þessum hlutum og varst ekkert farinn að reikna út, hve dýrt þú ættir að verðleggja sannfæringu þína. En nú ert þú orðinn eyfirzkur prestur, og þá skrifar þú í Morgunblaðið, eins og Ástvaldur. Og nú kveður við annan tón. í Iðunni kveður þú í fyrra upp allt annan dóm yfir kirkjunni en í Ganglera 1928. Þar segir þú, að kirkjan reyni að innræta í barnssálirnar þær hug- sjónir, sem hún veit beztar og þar á meðal að ástunda sannleika, réttvísi og góðvild (bls. 250), og ennfremur að kirkjan sé, vilji vera og eigi að vera aðeins í þjón- ustu kristinna hugsjóna: bræðralags, réttlætis, kærleika og sannleika (bls. 264). Nú minnist þú ekki lengur á trú og siðgæði sem andstæður, heldur eru það nú orðnar hliðstæður. Þegar þú varst guðfræðinemi, þá settir þú metnað þinn í það að vera frjálshuga og tala sannleik- ann, og þá segir þú, að guðstrúin taki siðgæðið í bónda- beygju. En sem þjónandi prestur hins leigða kristin- dóms — eins og þú sjálfur kemst að orði í Tímanum 1926 — segir þú, að hinn vondi vilji komi af trúleysi á guð, sem er kærleikur og sannleikur, lifandi og starf- andi í heiminum (Iðunn 1933, bls. 252). III. Hverjar eru nú orsakir þessarar miklu breytingar, sem á þér hefir orðið. Er orsökin sú, að þú hafir vitk- azt síðan á skólaárunum, séð villu þíns vegar og sért kominn á hina réttu braut? Slíkt er svo fjarri sanni, að eg vantreysti þér fyllilega til að bera fram þau rök, þrátt fyrir þann ofurmannlega þrótt til að bera fram ósatt mál, sem þú hefir sýnt svo þráfaldlega nú í seinni tíð. Orsökin er einfaldlega sú, að þú ert hreinræktaður fulltrúi þeirrar frjálshyggju, sem ruddi sér til rúms inn- 176

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.