Réttur - 01.10.1934, Qupperneq 83
á sviði vísinda og lista og líflátið eða gert útlæga fröm-
uðina í þessum greinum. Sérhver stór og frjálshuga
andi vitnar gegn auðvaldinu og færir hinum kúguðu
vopn til að berjast með. Ekkert getur bjargað yfir-
stéttinni frá því að bíða ósigur í baráttunni annað en
aukin grimmd hennar sjálfrar og villimennska og van-
þekking verkalýðsins á orsökum eymdar sinnar og hlut-
verki í þróun menningarinnar.
Þegar svona standa sakir, þá er það vitanlega óhugs-
andi mál, að kirkjan, sem er stofnun í höndum yfir-
stéttarinnar sjálfrar, geti verið virk sem menningar-
frömuður. Enda hefir íslenzka kirkjan sem aðrar skil-
ið köllun sína sem þerna síns húsbónda. Nú má ekkí
lengur halda á lofti fróðleik, sem við drukkum í okkur
á skólaárunum og höfðum skilyrði til að uppgötva með
þeim rannsóknaraðferðum, sem okkur var kennt að
beita. Jafnvel þau atriði, sem virðast sneyddust því að
hafa stjórnmálalega þýðingu, verður að fara varlega
með. Allt, sem losar um gamlar hugmyndir og kemur
róti á hugina, er hættulegt. „Helvíti var, að þú fórst aí.
grufla út í þetta“, sagði Jónas frá Hriflu við mig, þegar
eg sagði honum, hvernig hugmyndir mínar hefðu þró-
ast. Auðvaldinu er það svo hættulegt núna, að fólkið.
læri að hugsa. — Svo tala eg ekki um, hve fordæman-
legt það væri af þjóni kirkjunnar að fara að halda því
á lofti, að glæsilegustu spámenn gamla testamentisins
hefðu prédikað uppreisn gegn yfirstétt síns tíma og
sumir staðið framarlega í baráttunni og sjálfur Jesús
frá Nazaret verið krossfestur fyrir þær sakir. Og þd'
tæki út yfir allt annað, ef þeir færu að nota aðstöðu
sína til að skipuleggja baráttu fátækra sóknarbarna
gegn kúgurum sínum. Ef þú færir að nota kirkjurnar
í Eyjafirði til að innræta fátæku bændunum, hvernig
þeir eru kúgaðir af Kaupfélagi Eyfirðinga, og skipu-
legðir baráttu þeirra á hendur því, þá fengir þú fljótt
að róa.
17»