Réttur


Réttur - 01.10.1934, Page 85

Réttur - 01.10.1934, Page 85
vizkunnar og þú sért með bæxlagangi þínum að reyna að öskra þær niður. En þetta er bara tilgáta. Sem dæmi þess, hvernig þú beitir þekkingu þinni og vitsmunum, vil eg benda á nokkur atriði. Fyrir fáum dögum skrifar þú — í Morgunblaðið auðvitað — um skáldsögu Jóhannesar úr Kötlum: „Og björgin klofn- uðu“. Þar mælir þú á þessa leið: „Og þó að maður geti skilið það, hvernig viðkvæm lund getur orðið hugsjúk út af margvíslegu böli lífsins, þá ber þó þess að gæta, að öreigunum er betur þént með einu litlu og sólskins- björtu ljóði, sem getur að minnsta kosti sem snöggvast hrakið burt drungann og gefið þeim eitthvað dásam- legt, heldur en löngum og ömurlegum útmálunum á sýnd og vesaldómi lífsins". Villtu nú ekki reyna að gera grein fyrir því, að hvaða lejrti öreigunum er bezt þént með því að draga huga þeirra frá þeim kjörum, sem þeir og stétt þeirra á við að búa? Ætlast þú til þess, að þeir eigi að sætta sig við þessi kjör fyrir sig og afkomendur sína í það óend- anlega? Af hverju liggur þér á hjarta, að öreigarnir séu blindir fyrir undirrótum bölvunar sinnar? Af hverju leggur þú áherzlu á, að þeir rorri undir sólbjörtum vögguljóðum, á meðan hin ægilegustu hryðjuverk eru framin á þeim sjálfum og stéttarsystkinum þeirra um allan heim, — hungurofsóknir, fangelsanir og morð, á meðan sívaxandi hörmungar vofa yfir þeim, hörm- ungar, sem enginn máttur fær hindrað, nema samein- aður máttur öreiganna, sem stjórnað er af þekkingu og skilningi á viðfangsefnunum? Gerir þú þetta af um- hyggju fyrir öreigunum? Nei, þú gerir það af um- hyggju fyrir burgeisastéttinni, sem er í rauninni ekki annað en grimmasti, siðlausasti og skipulagðasti glæpa- ftrannaflokkur, sem þekkzt hefir í sögu mannkynsins. Það þarf kjark til að vera sjálfboðaliði í þjónustu þess- arar stéttar. En það próf hefir þú staðizt með prýði. í þessum sama ritdómi tekur þú upp þessi orð úr sögunni: „Hann skyldi fyrstur rnanna hefja rauða fán- 181

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.