Réttur


Réttur - 01.10.1934, Side 86

Réttur - 01.10.1934, Side 86
ann á loft og berjast eins og hetja við hlið félaga sinna — mannanna á Reykjavíkurmölinni“. Og þú bætir við: „Hmgað er þá sálmaskáldið Jóhannes kominn, undir rauða fánann“. j Já, það er von að hjarta þitt fyllist hryllingi. En því bættir þú því ekki við, að undir þessum andstyggilega og guðlausa fána hefir vei’kalýðurinn í Rússlandi háð baráttu með þeim árangri, að alþýðu manna líður þar betur en nokkursstaðar þekkist annarsstaðar í öllum heiminum, — atvinnuleysi útrýmt, tryggingar hinar fullkomnustu, vinnutími styttur, kaupgjald hæst, allar menningarlegar framkvæmdir glæsilegastar? Því segir þú ekki frá því, að undir þessum rauða fána hefir verið byggt á örfáum árum sterkasta ríki veraldarinnar, sem mest allra ríkja er treyst á til að koma í veg fyrir nýja heimsstyrjöld, að undir þessum sama fána berst verkalýðurinn í hverju einasta landi veraldarinnar gegn því að nýtt heimsstríð brjótist út, og að án þeirrar bar- áttu væri stríðið nú skollið yfir með enn meiri skelfing- um en nokkurt heimsstríð hefir áður haft að bjóða? Þú veizt þetta. Þú gætir sagt það þess vegna. En þú þegir um þetta, sem trúverðugur þjónn þeirrar stofnunar, sem ýmist hefir gengizt fyrir eða lagt blessun sína yfir ægi- legustu hryðjuverkin, sem framin hafa verið í heimin- um. Hingað er hann kominn, hann Benjamín, sem hneykslaðist einu sinni á því, að frönsku burgeisarnir hefðu gert Jesú Krist að herguði. Það þarf kjark til að stíga slík spor hreint og hiklaust. Sem dæmi þess, hvernig þú ferð með hinn biblíu- fræðilega lærdóm þinn, er þú drakkst í þig á skólaár- unum, ætla eg að nefna eitt atriði. í Iðunnargrein þinni í fyrra segir þú, að guðsríkiskenning Jesú sé hin stór- kostlegasta og gagnröksamlegasta jafnaðarhugsjón, sem boðuð hefir verið. En 1926 segir þú í ritgerð, sem birt- ist í Tímanum, að það fari mjög eftir skynsemi hvers og eins, hvernig hann skilur Krist og kenningu hans. Gagnröksamlegt getur það varla heitið, sem hægt er að 182

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.