Réttur


Réttur - 01.10.1934, Side 92

Réttur - 01.10.1934, Side 92
kosti þýðingarmestu hluta þeirra), er það orðin úrelt aðferð að sækja þær með vélbyssum. Það þarf reglu- legar fallbyssur til þess að skjóta flugvélar til jarðar. Mest eru tíðkaðar hraðskotafallbyssur með 20 til 37 mm. hlaupvídd. Skothraði 37 mm. fallbyssu er 100—130 skot á mínútu, en 20 mm. fallbyssa hefir 400 kúlna skot- hraða. Mestum erfiðleikum veldur það, að koma fall- byssunni fyrir í flugvélinni. Algengast er að steypa fallbyssuna inn í sérstaklega gerðan hreyfil. Fallbyss- an skýtur í flugstefnuna gegn um sérstakt op í nánd við skrúfuna. Næturflug í Mansjúríu. f aðalmálgagni þýzku fasistanna, „Völkischer Beobachter“, var nýlega mjög svo meinleysisleg fregn um skipulagningu flugmálanna í Mansjúríu. Þar er sagt, að í Mansjúríu sé nú unnið að því, að koma á reglulegum næturflugferðum. Þessa fregn verður að skoða í sambandi við hina æðisgengnu eflingu stríðs- flotans í hinu nýja Mansjúríuríki. Á síðustu tímum hafa verið gerðar fjölmargar flughafnir, eingöngu í hernaðartilgangi. Næturflugið krefst mikilla mannvirkja á jörðu niðri. Með 5—10 km. millibili verður að reisa ljósmerkja- stöðvar, setja verður upp mikinn fjölda ljóskastara o. s. frv. Þegar tillit er tekið til þess, hve flugferðir í samgönguskyni eru ákaflega strjálar í Mansjúríu, þá getur það ekki dulizt, að hér er um hernaðarleg- an tilgang að ræða. — Út úr þessari meinleysislegu klausu þýzka fasistablaðsins má því lesa full-skýrum stöfum um stríðsundirbúning Japana gegn Sovétríkj- unum. Skotvopn fótgönguliðsins. Þrátt fyrir flugvélar, brynvagna og eiturgas er fót- gönguliðið ennþá einn þýðingarmesti liður hins im- perialistiska hers. Sérhver verkamaður og bóndi á yfir 188

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.