Andvari

Årgang

Andvari - 01.10.1960, Side 8

Andvari - 01.10.1960, Side 8
198 STBFÁN PJETURSSON ANDVARI Móðurhöudin mjúk og hlý, mönnum öllu kærri, mér var bernsku allri í ótal rasta fjarri. Fyrsta degi ævi á — ekki er meiri hróður — í krapa var eg fluttur frá föður hæði og móður. Gerðist þetta að vísu ekki fyrr en daginn eftir að sveinninn, — sem var þrett- ánda barn foreldra sinna, — fæddist; þá tók Eiríkur hreppstjóri Jónsson í Hlíð í Skaftártungu, vinur séra Þorkels og nágranni, hann strax til fósturs og hafði hann heim með sér. En séra Þorkell og Ragnheiður fluttust ári síðar vestur að o o Borg á Mýrum, og sá Jón Þorkelsson þau ekki aftur fyrr en hann var orðinn átján ára og kominn í latínuskólann í Reykjavík, en þau vestur að Staðarstað. Þangað til ólst Jón upp hjá Eiríki hreppstjóra og Sigríði, konu lians, Sveins- dóttur læknis Pálssonar, austur í Idlíð í Skaftártungu og virtist öllum vel. Voru þau honum góðir fósturforeldrar, enda minntist hann þeirra jafnan með þakk- læti. En hugstæðust manneskja á heimili þeirra varð honum ávallt síðan gömul kona, Ragnhildur Gísladóttir, kölluð Minna, sem á hernskuárunum tók ltann að sér og annaðist hann; og hlýtt var Jóni Þorkelssyni enn til Minnu, þegar liann orkti kvæðið um hana, ]tá „kalinn á lund og mundum“, eins og hann komst að orði í einu erindi þess: Þótt þig, gamla Minna mín, mæddi ellin þunga, trúa, milda mundin þín mína leiddi unga. Enn eg gleyma ekki má aftanstundu dökkri, er hljóður sögur hlýddi eg á við hnén á þér í rökkri. Þar var hans fyrsti skóli, sem þó kannski liefur ekki átt hvað minnstan þátt í að móta næma og námgjarna sál hans. En ekki mun neitt hafa verið hugsað til þess að láta hann ganga skólaveginn, lyrr en hann varð, nokkru fyrir lerrn- ingaraldur, fyrir óhappi, sem fyrirsjáanlegt var, að myndi gera hann óliæfan til erfiðj.syinnvi, Tók hann þá illkynjað fótarmein, sem hann átti lengi í; og

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.