Andvari - 01.10.1960, Qupperneq 22
212
STEFÁN PJETURSSON
ANDVARI
í öllum höfuðatriðum, eru þar enn mannsaldraverk óunnin, fjölmörgu að raða,
. . . ótal margt að skrásetja, . . . enda aldrei þrot á því, sem vinna þarf við slík
söfn, ef vel skal vera“. — Er enginn vafi á því, að óvissan, sem þessi vanhugs-
uðu og nánasarlegu sparnaðarfrumvörp stjórnarinnar sköpuðu um framtíð
þjóðskjalasafnsins síðustu árin, sem Jón Þorkelsson lifði, hefur valdið honum
þungum áhyggjum og hvílt sem skuggi á ævikvöldi hans.
Að öðru leyti virðist hann liafa unað hag sínum vel síðustu æviárin. Hann
kvæntist árið 1920 í annað sinn, — þá löngu skilinn við fyrri konu sína, —
Sigríði Finnbogadóttur hreppstjóra í Presthúsum í Mýrdal Einarssonar, sem
reyndist honum samhent, enda umhyggjusöm kona; voru þau systrabörn, eign-
uðust eina dóttur, Matthildi, og lifðu þær mæðgur hann báðar. Þótt ekki væri
hann neitt innundir hjá stjórnarvöldum landsins, naut hann á þessum árum
vaxandi virðingar samborgara sinna, sem oft varð starsýnt á öldurmannlega
ásýnd hans á götum Reykjavíkur og þótti gaman að tala um „doktor Forna“,
þann fróða og sérkennilega mann. En fáir mátu verk hans að verðleikum. Það
var ekki fyrr en „Vísnakver Fornólfs" kom út, að þjóðin tók að skilja hann.
En þá voru dagar hans taldir.
Jón Þorkelsson hafði alla tíð síðan á latínuskólaárunum í Reykjavík tarið
furðu dult með skáldskap sinn. Fæstir samtíðarmenn hans höfðu hugmynd um,
að hann fengist við ljóðagerð, svo vandlega gætti hann þess að láta ekki natns
síns getið, þótt kvæði eða staka væri birt eftir hann. En í kyrrþey stytti hann
sér með aldrinum oftar og oftar stundir með því að yrkja ljóð.
Eg geri það að gamni mér
að gutla á Boðnar flóð,
ef þreyttur ég á öðru er
og um mig stundin hljóð . . .
kvað hann eitt sinn, ósjálfhælinn, urn þá iðju sína. En oft urðu „fornu minnin
honum þá ásækin yrkisefni, eins og nrörg kvæði hans bera vott um:
Mér eru fornu minnin kær
meir en sumt hið nýrra,
það, sem tíminn þokaði fjær —
það er margt hvað dýrra
en hitt, sem hjá mér er;
hið rnikla geymir minningin,
en mylsna og smælkið fer.