Andvari - 01.10.1960, Side 67
ANDVARI
I FYLGD MUÐ '\UDEN
257
við á ferðalaginu. Hann vildi sem flest
vita um menningu þjóðarinnar og bók-
menntir, ekki sízt nútíma lýrik. Reyndi
ég að þýða fyrir hann úr ljóðum góð-
skáldanna, á harla óburðuga ensku auð-
vitað, miðað við verkin, sem þýða átti.
Urðu þeir einkum fyrir valinu, Davíð
Stefánsson og Tómas Guðmundsson, því
að Steinn Steinarr, sem er skyldari
Auden, var þá skammt kominn á skáld-
skaparbraut sinni. Ég man eftir, að einu
sinni bað A. mig að snara fyrir sig öllu
kvæði Tómasar „í Vesturbænum", og
kostaði það mig langan tíma og áreynslu,
og varla held ég, að Tómas minn hefði
kunnað mér miklar þakkir fyrir þýðing-
una þá! Rann mér svo til rifja meðferð
mín á ljóðum góðskáldanna, að ég spurði
A., hvort ekki færi bezt á, að ég hætti
þessu basli. En ekki vildi hann það,
sagði, að með ófullkominni endursögn
minni næði hann þó efni og anda kvæð-
anna, þótt búningurinn færi forgörðum,
en oftast fór ég með þau á íslenzku fvrst,
svo að hann fengi nasasjón af hljómfalli,
bragarháttum og rími.
Okkur, fylgdarmönnum Audens, hefir
stundum verið legið á hálsi fyrir að hafa
kennt honum ýmsar vísur, sem væru
þjóðinni til lítils sóma. En satt að segja
var það mest honum sjálfum að kenna,
hann sóttist mikið eftir öllum skrýtnum
og jafnvel „ljótum“ vísum og mat íslenzku
ferskeytluna mikils. Sjálfur kunni hann
ósköpin öll af ýmiss konar þulum og
skrýtnum vísum. Kann ég sumt af þessu
smælki enn, t. d. þetta: „Jonathan Swift
/ never went up any lift. / Neither did
Robinson Crusoe / do so.“
Það var heitt á Möðrudalsöræfum
þennan dag; ryk, melar, háar melgresis-
þúfur, berir klettar, auðnin allt um-
hverfis. Það er líklega af því, að ég var
þarna á ferð með ensku skáldi, að línur
ur kvæði eftir annað enskt skáld minna
mig alltaf á auðnirnar á Möðrudalsfjöll-
um. Það er þetta erindi úr kvæði T. S.
Eliots, „The Hollow Men“:
This is the dead land
This is cactus land
Elere the stone images
Are raised, here they receive
The supplication of a dead man’s hand
Under the twinkle of a fading star.
Is it like this
In death’s other kingdom
Waking alone
At the hour when we are
Treinbling with tenderness
Lips that would kiss
Form prayers to broken stóne.
Þegar kom austur á heiðina, sagði ég
Auden frá því, að í þetta umhverfi hefði
Halldór Kiljan vafalaust sótt eitthvað af
fyrirmyndum í Sjálfstætt fólk (Sbr. frá-
sögn H. K. L. sjálfs í Dagleið á fjöllum:
Skammdegisnótt í Jökuldalsheiðinni.)
Þótti A. fengur að því, en hann mat
Kiljan mikils.
Eins og áður sagði var heitt í veðri
þennan dag, leiðin afar seinfarin og þreyt-
andi, vegurinn á þessum slóðum var víða
ekki annað en djúp hjólför í sandinn, og
þessar fáu hræður, sem í vagninum voru,
byltust fram og aftur klukkustund eftir
klukkustund. Sótti á menn þreyta, sultur
og þorsti þegar leið á daginn. Hlökkuð-
um við ákaflega til að komast niður að
Skjöldólfsstöðum og leiddum getum að
því, hvað við mundum fá að borða þar,
ekki hvað sízt Auden, sem var orðinn
glorhungraður. Sagði ég honum, að hér
væri vænst sauðfé á íslandi og þver-
handar þykkar sauðarsíðurnar, og mund-
um við vonandi fá slíkt góðgæti.
Loks komumst við niður að Skjöld
ólfsstöðum. Var fyrst borin á borð sæt-
súpa. Þegar Auden sá hana, emjaði hann
mjög, en sætar súpur bar hann sér aldrei
17