Andvari

Volume

Andvari - 01.10.1960, Page 85

Andvari - 01.10.1960, Page 85
ANDVARI NÝ SALTVINNSLUVIÐHORF 275 Línurit, sem sýnir hugsanlegt fyrirkomulag á saltvinnslu úr sjó. Þessi mynd sýnir marg- þrepa eima við frumvinnsluna. Teikningin hér er táknræn heildarmynd fremur en hún sýni smærri reksturs- og tækniatriði. liggur því alls ekki í sjálfri saltgerðinni. Það sem mest veltur á, er þvert á móti frumvinnslan. Fullsaltur sjór inniheldur 28 kg af salti í hverjum rúmmetra. Af því má ná 25 kg við góð vinnuskilyrði. Les- andinn mun hafa tekið eftir að bæði frumvinnslan og saltgerðin er í megin- atriðum brottnám vatns. Gerurn ráð fyrir, að í saltgerðarþættinum séu numin burtu 4 kg vatns fyrir hvert kg salts, sem unnið er. I frumvinnslunni þurfum við hins vegar að nema burtu 34 kg af vatni vegna sama saltmagns. Þótt merkilegt megi virðast, er sáralítil reynsla fyrir hendi á þessu sviði. Það er ekki vitað til þess, að nokkur önnur salt- vinnsluaðferð en hin náttúrlega sé rekin við bein samkeppnisskiJyrði. Japan hefir nokkra sérstöðu í þessu. Það land flytur inn mjög mikið af salti, en styrkir jafn- framt innlenda viðleitni til að framleiða salt. Þar eru því nokkrir saltframleiðend- ur, sem vinna dálítið salt úr sjó tækni- lega. Auk þessa hafa sumar þjóðir, svo sem Norðmenn, orðið að grípa til tækni- legrar saltvinnslu úr sjó á styrjaldar- tímum. Á þessu sviði hefir hins vegar mikið verið stuðzt nú við tækniþróun, sem mið- ast við vinnslu á fersku vatni úr sjó. Við Islendingar höfum að vísu nóg af því, en svo er ekki um alla. Víða eru til staðir, þar sem ferskt vatn er nær ófáanlegt, en sjórinn tiltækur. Það vill svo einkenni- lega til, að á sama tíma, sem þessi salt- vinnslurannsókn fer fram hér, er Banda- ríkjastjórn að láta gera viðtæka rannsókn á möguleikum til að minnka kostnað við

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.