Andvari - 01.10.1960, Blaðsíða 86
276
BALDLIR LINDAL
ANDVARl
öflun fersks vatns úr sjó. Auk þessa eru
slíkar aðferðir í örri þróun víða annars
staðar. Enda þótt tilgangurinn sé allt
annar, miðast öflun fersks vatns úr sjó
og frumvinnsla sú, sem hér er rætt um,
að miklu við það sama. Það er hvort
tveggja sundurgreining á vatni og salti
sjávarins. Verður nú skýrt í stuttu máli
frá nokkrum þeim aðferðum, sem nú eru
efst á baugi á sviði öflunar fersks vatns
úr sjónum.
Við skulum byrja á eimingaraðferðun-
urn, sem í höfuðatriðum eru tvær.
1 fyrsta sæti eru margþrepa eimar. A þá
var minnzt að framan í sambandi við salt-
gerð. Mjög stórar stöðvar til þess að vinna
ferskt vatn hafa verið byggðar með þeim
sem aðaltækjum. Fengizt hefir mikil-
væg reynsla, sem nota má í sambandi
við frumvinnslu í saltvinnslu. Þessir
eimar eru að sjálfsögðu gufuhitaðir.
Hin aðferðin er hin svokallaða gufu-
þjöppunareiming. Hugsum okkur, að
við höfum fyrir framan okkur eitt þrepið
úr venjulegri margþrepa eimingarsam-
stæðu. En í stað þess að gufan frá sjónurn
í því fer venjulega í næsta þrep við, til
þess að valda þar uppgufun, þjöppum
við henni saman með dælu og látum
hana valda viðbótaruppgufun í sama
þrepi og hún átti uppruna sinn. Slík
eiming krefst fyrst og fremst hreyfiorku
til að knýja þjöppuna, en sára lítillar
varmaorku. Þessi aðferð var mikið notuð
í síðustu heimsstyrjöld til þess að afla
fersks vatns úr sjó. Japanir hafa notað
þessa aðferð til þess að vinna salt úr sjó.
Rétt er að geta hér urn svonefnda raf-
síun á söltu vatni, sem hefir verið mikið
reynd síðastliðin 10 ár. Með þessari að-
ferð er unnt að kljúfa sjó í ferskan og
mikið saltan hluta. Þetta byggist á jóna-
tilfærslu í gegnum þunnar himnur, sem
gerðar eru úr vissum jónaskiptiefnum.
Notuð er raforka til þess að halda til-
færslunni við, Þessi aðferð hefir vcrið
töluvert notuð til þess að afla fersks vatns,
þar sem allt að hálfsaltur sjór er fáanleg-
ur. Ennfremur hefir verið skýrt frá til-
raun, sem verið er að gera í Japan til að
nota þessa aðferð til frumvinnslu sjávar
fyrir saltverksmiðju.
Frysting sjávarins í því skyni að afla
fersks vatns vekur nú orðið rnikla athygli.
Það hefir löngum verið Ijóst, að þegar sjór
frýs, innihalda ískristallarnir sjálfir ekki
salt. Sú aðferð hefir meira að segja citt-
hvað verið notuð við að frumvinna sjó
við náttúrleg skilyrði vegna saltgerðar,
og er aðferðin ævagömul.
Það, sem fyrst og fremst hefir vakið
athygli sérfræðinga á þessu fyrirbrigði
nú, er að frysting á sjó þarf aðeins einn
sjöunda hluta þeirrar orku, sem upp-
gufun krefst. Við myndum að vísu geta
svarað þessu því til að í margþrepa eim-
um má minnka inntaks orku tækjanna
svo rnjög með mörgum einingum, að hún
verði ekki öllu meiri en við frystingu. En
við megum ekki gleyma því, að það eyk-
ur stofnkostnað eimingartækjanna, sem er
nærri hlutfallslegur við fjölda þrepanna.
Nú er verið að reyna tvær megin-
aðferðir við frystingu sjávar. I annarri
fer frystingin fram við mjög lágan loft-
þrýsting.
Lágþrýstiaðferðin byggist á því, að með
loftþynningu má fá vatn til þess að sjóða,
jafnvel við frostmark. Ef enginn hiti
kemst inn í það rúm, þar sem vatn sýður
á þann hátt, tekur nokkur hluti vatnsins
að frjósa. Hið ferska vatn er numið burtu
bæði sem gufa og með því að skilja
ískristallana frá lokaleginum.
Hin frystiaðferðin styðst við frystiefni,
sem er óleysanlegt í vatni. Fljótandi frysti-
efni, svo sem butan, er blandað saman
við sjóinn. Butanið sýður við frostmark
vatns, sé þrýstingurinn nálægt loftþunga.
Við suðu þess myndast ískristallar í vatn-