Andvari - 01.10.1960, Side 92
IIELGI SÆMUNDSSON
ANDVAftt
282
eða í mesta lagi hagmælsku. Og Gunnari
Dal verður stundum á að raða orðum í
áróðursskyni í stað þess að yrkja. Þau
vinnubrögð eru jafnan vafasöm, en eink-
um, þegar þeirn eru ekki einu sinni
fengin nýju fötin keisarans — hagmælsk-
an. Gunnar Dal reynir iðulega að koma
áróðri sínum á framfæri i órímuðum
ljóðum, en þau bjargast sýnu verr án
skáldskapar en hin, sem hafa stuðla og
höfuðstafi að bcinagrind. Þetta er þó ekki
sagt til að áfellast órímuðu Ijóðin í bók-
inni út af fyrir sig. Þau þeirra, sem eru
skáldskapur, standa beztu rímuðu kvæð-
unum kannski ekki framar, en þola mæta-
vel samanburð við þau. Og aðfinnslur
mínar hagga engan veginn þeirri niður-
stöðu, að Gunnar Dal hafi margt vel
kveðið og muni eiga sér framtíð sem
skáld. Kvæðið Alfar skal enn einu sinni
tilfært þeirri afstöðu til rökstuðnings:
Þeir ganga um haustskóg
í heiðrökkri bláu
á hvítri mjöll,
handan við daginn
og dulheima nætur
að Dísahöll,
burtu úr mannheim
og myrkviði dalsins
á Mánafjöll.
En fylgdu þeim varlega.
— Ur álfheimum enginn
aftur fer.
Ef gistirðu Mánafjöll
dýrkarðu drauminn,
sem drottnar hér.
Og yrkir um líf,
sem var öðrum gefið
— cn ekki þér.
Loks eru í ,,Októberljóðum“ nokkur
sýnishorn af þýðingu Gunnars Dal á
kvæðaflokknum „Spámanninum" eftir
Kahlil Gibran. Þar er um að ræða fagur-
tæran skáldskap og mannrænan vísdóm
á kliðmjúkri og blæbrigðarikri íslcnzku.
Sumir óvildarmenn Gunnars Dal hefðu
gott af að kynnast því verki hans og taka
sér það til fyrirmyndar. Llnga kynslóðin
hefur fá ljóð þýtt á tungu okkar af ann-
arri eins hófsemi og snvrtimennsku.
Skáldskapargildi „Spámannsins" á frum-
málinu er vissulega mikið, ef þýðing
Gunnars Dal skyldi dæmast ámælisverð.
Richard Beck er svo kunnur af þjóð-
ræknisstarfi sínu meðal Vestur-íslendinga,
háskólakennslu, ritmennsku og ljóðagerð,
að ástæðulaust mun að kynna manninn.
Kvæðabók hans „Við Ijóðalindir" ein-
kennist mjög af tækifæriskvæðum, þar
sem meira gætir hagmælsku en skáld-
skapar. En vissulega titrar strengur í ís-
lenzku brjósti, þegar Richard Beck verður
hugsað heim til ættjarðarinnar, og það
gerist oft í ljóðum þessum. Hann sver
sig í ætt við Þorstein Þ. Þorsteinsson að
þessu leyti, þó að vinnubrögð þeirra séu
annars ólík. Kveðskapur Þorsteins er
þróttmikill og dálítið kaldhamraður, en
Richards Becks Ijóðrænn og stundum við-
kvæmnislegur. Eftirminnilegust verða
kvæði hans sem sönnun um ræktarsemi
Vestur-íslendinga við mál og menntir
heimaþjóðarinnar, og við ber, að ljóða-
lindin gerist svo tær að sjái í botn. Fal-
legast þykir mér smákvæðið Heimhugur
vegna sinnar einlægu og islenzku tilfinn-
ingar:
Gefðu mér fáeinar fjaðrir
að fljúga með þér, blær,
heim yfir hafsjóa breiður,
því hjartað þangað slær.
Dýrðleg sem draumsýn lirosir
úr djúpi móðurland.
Gott á hún, háran bláa,
sem brotnar þar við sand.
Firðir og fjallanna dalir
mér faðminn breiða sinn.
Hver fífill, sem fegrar þar grundu,
er fæddur bróðir minn.