Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1960, Blaðsíða 92

Andvari - 01.10.1960, Blaðsíða 92
IIELGI SÆMUNDSSON ANDVAftt 282 eða í mesta lagi hagmælsku. Og Gunnari Dal verður stundum á að raða orðum í áróðursskyni í stað þess að yrkja. Þau vinnubrögð eru jafnan vafasöm, en eink- um, þegar þeirn eru ekki einu sinni fengin nýju fötin keisarans — hagmælsk- an. Gunnar Dal reynir iðulega að koma áróðri sínum á framfæri i órímuðum ljóðum, en þau bjargast sýnu verr án skáldskapar en hin, sem hafa stuðla og höfuðstafi að bcinagrind. Þetta er þó ekki sagt til að áfellast órímuðu Ijóðin í bók- inni út af fyrir sig. Þau þeirra, sem eru skáldskapur, standa beztu rímuðu kvæð- unum kannski ekki framar, en þola mæta- vel samanburð við þau. Og aðfinnslur mínar hagga engan veginn þeirri niður- stöðu, að Gunnar Dal hafi margt vel kveðið og muni eiga sér framtíð sem skáld. Kvæðið Alfar skal enn einu sinni tilfært þeirri afstöðu til rökstuðnings: Þeir ganga um haustskóg í heiðrökkri bláu á hvítri mjöll, handan við daginn og dulheima nætur að Dísahöll, burtu úr mannheim og myrkviði dalsins á Mánafjöll. En fylgdu þeim varlega. — Ur álfheimum enginn aftur fer. Ef gistirðu Mánafjöll dýrkarðu drauminn, sem drottnar hér. Og yrkir um líf, sem var öðrum gefið — cn ekki þér. Loks eru í ,,Októberljóðum“ nokkur sýnishorn af þýðingu Gunnars Dal á kvæðaflokknum „Spámanninum" eftir Kahlil Gibran. Þar er um að ræða fagur- tæran skáldskap og mannrænan vísdóm á kliðmjúkri og blæbrigðarikri íslcnzku. Sumir óvildarmenn Gunnars Dal hefðu gott af að kynnast því verki hans og taka sér það til fyrirmyndar. Llnga kynslóðin hefur fá ljóð þýtt á tungu okkar af ann- arri eins hófsemi og snvrtimennsku. Skáldskapargildi „Spámannsins" á frum- málinu er vissulega mikið, ef þýðing Gunnars Dal skyldi dæmast ámælisverð. Richard Beck er svo kunnur af þjóð- ræknisstarfi sínu meðal Vestur-íslendinga, háskólakennslu, ritmennsku og ljóðagerð, að ástæðulaust mun að kynna manninn. Kvæðabók hans „Við Ijóðalindir" ein- kennist mjög af tækifæriskvæðum, þar sem meira gætir hagmælsku en skáld- skapar. En vissulega titrar strengur í ís- lenzku brjósti, þegar Richard Beck verður hugsað heim til ættjarðarinnar, og það gerist oft í ljóðum þessum. Hann sver sig í ætt við Þorstein Þ. Þorsteinsson að þessu leyti, þó að vinnubrögð þeirra séu annars ólík. Kveðskapur Þorsteins er þróttmikill og dálítið kaldhamraður, en Richards Becks Ijóðrænn og stundum við- kvæmnislegur. Eftirminnilegust verða kvæði hans sem sönnun um ræktarsemi Vestur-íslendinga við mál og menntir heimaþjóðarinnar, og við ber, að ljóða- lindin gerist svo tær að sjái í botn. Fal- legast þykir mér smákvæðið Heimhugur vegna sinnar einlægu og islenzku tilfinn- ingar: Gefðu mér fáeinar fjaðrir að fljúga með þér, blær, heim yfir hafsjóa breiður, því hjartað þangað slær. Dýrðleg sem draumsýn lirosir úr djúpi móðurland. Gott á hún, háran bláa, sem brotnar þar við sand. Firðir og fjallanna dalir mér faðminn breiða sinn. Hver fífill, sem fegrar þar grundu, er fæddur bróðir minn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.