Andvari - 01.10.1960, Síða 97
ANDVARI
ÍSLENZK LJOÐAGLRÐ 1959
287
ar, hvort sem hún er háð til góðs eða
ills. Þeir verða alltaf strandaglópar á
leiðinni í orustuna.
Hannes Pétursson hlaut slíka viður-
kenningu fyrir „Kvæðabók" sína fyrir
fimm árum, að margir vorkenndu hon-
um að þurfa að efna til nýrrar. Því er
heldur ekki að neita, að ýmsir urðu ívrir
vonbrigðum af „í sumardölum", enda
þótt höfundur hennar bæri úr býtum
rausnarleg verðlaun Almenna bókafélags-
ins. Ég tel þó ekki aðeins, að skáldið
hafi átt verðlaunin skilið, heldur að síð-
ari bókin sé hinni fyrri betri, þegar
öllu er á botninn hvolft. Eigi að síður
skil ég afstöðu þeirra lesenda, sem meta
„Kvæðabók“ Hannesar Péturssonar rneira
en „í sumardölum“. Fyrri bókin ein-
kenndist af stórum kvæðum, en „I sumar-
dölum“ leynir iðulega á skáldskap sín-
um. Flest ljóð hennar eru fíngerðar smá-
myndir, þar sem reynt er að segja mikið
í fáum orðum eða gefa í skyn mun meira
en stendur svart á hvítu hverju sinni. Auk
þess er ljóðstíll Hannesar ólíkt samræmd-
ari hér en í frumsmíðinni. Skáldið hefur
endurnýjazt í þeim skilningi, að það
temur sér önnur vinnubrögð en áður var.
Yrkisefnin hafa hins vegar ekki breytzt
að sama skapi. Hannes Pétursson er sér í
lagi skáld vegna þess hæfileika, að hann
skynjar náttúru landsins djúpri og ein-
lægri tilfinningu, sem hann túlkar eftir-
minnilega og stundum svo, að einstakt
getur talizt. Ég efast um, að annað ís-
lenzkt skáld nú á dögum hafi þessa íþrótt
betur á valdi sínu. Svipað er að segja
um ástarkvæði Hannesar. Sum þeirra eru
ógleymanlegur skáldskapur. En þetta
vissi hvert mannsbarn, sem lesið hafði
„Kvæðabók“. Aftur á inóti sakna lesend-
ur „í sumardölum" söguljóða hennar, og
þar mun fundin meginskýring vonbrigð-
anna. En í þeirra stað yrkir Idannes nú
um yndi þess að vera til, frjóa nautn lífs-
gleðinnar og einlægan fögnuð þess, er
hann hefur af forlögunum þegið sem
Skagfirðingur og íslendingur. Hann
túlkar þá sjaldgæfu afstöðu íslenzkra
skálda, að honum líði vel. Hannesi dettur
rneira að segja í hug, að hamingja hans
rnuni öll hér á jörðinni, hann hvorki
meira né minna en íslenzkar drauminn
um himnaríki og tileinkar sér þannig
gleði og sæld líðandi stundar. Þessa gætir
víða í bókinni, en einkurn fjallar ljóða-
flokkurinn Söngvar til jarðarinnar um
þennan mikla fögnuð. Sum kvæði hans
munu snjallasti skáldskapur Hannesar
Péturssonar til þessa. Ég nefni sem dæmi
annað ljóð flokksins (Bezt eru vorin),
fjórða (Jörðin er bikar sætleikans), sjötta
(Sæl u-vika) og tíunda (Handan við lífið
bíður ekkert, ekkert), en þriðja (Morgnar
við sjóinn í maí) og áttunda (Undarleg
ó-sköp að deyja) standa þeim ekki langt
að baki, því að Hannes þræðir frábær-
lega einstigið milli lífsskoðunar og skáld-
skapar. Svo er raunar á allri vegferð bók-
arinnar, þó að fyrir komi, að honum
skriki fótur, því að víst eru kvæðin mis-
góð, nokkur jafnvel misheppnuð. Púðrið
hefur minnsta kosti blotnað í Birtan er
komin, og Krernl er naumast annað en
hreystiyrði utan um hnvttna hugmynd,
þó að Hannes eigi kannski verðlaun Al-
menna bókafélagsins því kvæði að þakka,
sömuleiðis fer Þú og stjörnurnar einhvern
veginn forgörðum. En þetta eru sannar-
lega smáræði í samanburði við stórtíð-
indi annarra eins ljóða og Vor á fram-
andi strönd, Flugvélar, Geimflaugar, I
kirkjugarði, Kristallar, A bláum skógum
draumanna, Vísur um rjóðan munn,
Þegar þú tárast, Vínlönd og Eftir brúð-
kaupsnóttina. Þau væru öll frambærileg
í sýnisbók íslenzkra samtíðarljóða. Höf-
undur þeirra er skáld fjölbreytilegrar hug-
kvæmni og listrænnar vandvirkni, tóna-
kliðurinn fellur að myndinni og myndin