Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.10.1960, Qupperneq 97

Andvari - 01.10.1960, Qupperneq 97
ANDVARI ÍSLENZK LJOÐAGLRÐ 1959 287 ar, hvort sem hún er háð til góðs eða ills. Þeir verða alltaf strandaglópar á leiðinni í orustuna. Hannes Pétursson hlaut slíka viður- kenningu fyrir „Kvæðabók" sína fyrir fimm árum, að margir vorkenndu hon- um að þurfa að efna til nýrrar. Því er heldur ekki að neita, að ýmsir urðu ívrir vonbrigðum af „í sumardölum", enda þótt höfundur hennar bæri úr býtum rausnarleg verðlaun Almenna bókafélags- ins. Ég tel þó ekki aðeins, að skáldið hafi átt verðlaunin skilið, heldur að síð- ari bókin sé hinni fyrri betri, þegar öllu er á botninn hvolft. Eigi að síður skil ég afstöðu þeirra lesenda, sem meta „Kvæðabók“ Hannesar Péturssonar rneira en „í sumardölum“. Fyrri bókin ein- kenndist af stórum kvæðum, en „I sumar- dölum“ leynir iðulega á skáldskap sín- um. Flest ljóð hennar eru fíngerðar smá- myndir, þar sem reynt er að segja mikið í fáum orðum eða gefa í skyn mun meira en stendur svart á hvítu hverju sinni. Auk þess er ljóðstíll Hannesar ólíkt samræmd- ari hér en í frumsmíðinni. Skáldið hefur endurnýjazt í þeim skilningi, að það temur sér önnur vinnubrögð en áður var. Yrkisefnin hafa hins vegar ekki breytzt að sama skapi. Hannes Pétursson er sér í lagi skáld vegna þess hæfileika, að hann skynjar náttúru landsins djúpri og ein- lægri tilfinningu, sem hann túlkar eftir- minnilega og stundum svo, að einstakt getur talizt. Ég efast um, að annað ís- lenzkt skáld nú á dögum hafi þessa íþrótt betur á valdi sínu. Svipað er að segja um ástarkvæði Hannesar. Sum þeirra eru ógleymanlegur skáldskapur. En þetta vissi hvert mannsbarn, sem lesið hafði „Kvæðabók“. Aftur á inóti sakna lesend- ur „í sumardölum" söguljóða hennar, og þar mun fundin meginskýring vonbrigð- anna. En í þeirra stað yrkir Idannes nú um yndi þess að vera til, frjóa nautn lífs- gleðinnar og einlægan fögnuð þess, er hann hefur af forlögunum þegið sem Skagfirðingur og íslendingur. Hann túlkar þá sjaldgæfu afstöðu íslenzkra skálda, að honum líði vel. Hannesi dettur rneira að segja í hug, að hamingja hans rnuni öll hér á jörðinni, hann hvorki meira né minna en íslenzkar drauminn um himnaríki og tileinkar sér þannig gleði og sæld líðandi stundar. Þessa gætir víða í bókinni, en einkurn fjallar ljóða- flokkurinn Söngvar til jarðarinnar um þennan mikla fögnuð. Sum kvæði hans munu snjallasti skáldskapur Hannesar Péturssonar til þessa. Ég nefni sem dæmi annað ljóð flokksins (Bezt eru vorin), fjórða (Jörðin er bikar sætleikans), sjötta (Sæl u-vika) og tíunda (Handan við lífið bíður ekkert, ekkert), en þriðja (Morgnar við sjóinn í maí) og áttunda (Undarleg ó-sköp að deyja) standa þeim ekki langt að baki, því að Hannes þræðir frábær- lega einstigið milli lífsskoðunar og skáld- skapar. Svo er raunar á allri vegferð bók- arinnar, þó að fyrir komi, að honum skriki fótur, því að víst eru kvæðin mis- góð, nokkur jafnvel misheppnuð. Púðrið hefur minnsta kosti blotnað í Birtan er komin, og Krernl er naumast annað en hreystiyrði utan um hnvttna hugmynd, þó að Hannes eigi kannski verðlaun Al- menna bókafélagsins því kvæði að þakka, sömuleiðis fer Þú og stjörnurnar einhvern veginn forgörðum. En þetta eru sannar- lega smáræði í samanburði við stórtíð- indi annarra eins ljóða og Vor á fram- andi strönd, Flugvélar, Geimflaugar, I kirkjugarði, Kristallar, A bláum skógum draumanna, Vísur um rjóðan munn, Þegar þú tárast, Vínlönd og Eftir brúð- kaupsnóttina. Þau væru öll frambærileg í sýnisbók íslenzkra samtíðarljóða. Höf- undur þeirra er skáld fjölbreytilegrar hug- kvæmni og listrænnar vandvirkni, tóna- kliðurinn fellur að myndinni og myndin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.