Andvari - 01.01.1980, Síða 8
6
JÓN JÓNSSON
ANDVARI
sóknir sínar á vegum Fiskifélags íslands, dvaldist hann á hverju sumri á
Siglufirði, lengri eða skemmri tírna. Ekki var aðstaðan góð, en hagur hans
vænkaðist mjög árið 1938, er stjórn Síldarverksmiðja rí'kisns lét honum í té,
endurgjaldslaust, tvö góð herbergi í húsnæði því, er dr. Paul hafði notað
sem skrifstofur. Arið 1944 eignaðist Fiskideildin hlut i húsinu að Eyrar-
götu 8 á Siglufirði, og fékkst þar allviðunandi rannsóknaraðstaða auk
íbúðarhúsnæðis fyrir starfsmenn síldarrannsóknanna.
Arið 1746 kom út í Hamborg eftir borgarstjórann þar, Joh. Andersen,
rit, er nefndist Nachrichten von Island, Grönland und der Strasse Davis.
1 riti þessu heldur Andersen því fram, að síldin við vesturströnd Evrópu
fari feiknalangar göngur á hverju ári, allt frá Frakklandsströndum að norð-
urheimsskauti og til baka aftur, og átti hún m. a. að koma við í leiðinni
á Islandsmiðum. Olavius getur þess árið 1780, að síldin sé svo algeng á
Idúnaflóa, að henni sé ausið upp í bátana, en sé ekki veidd að öðru leyti.
Taldi hann þetta staðfestingu á kenningu Andersens.
Merkasta rit urn síldina við Island áður en Bjarni Sæmundsson hóf
rannsóknir sínar má hiklaust telja Naturgeschichte der Fische Islands
eftir Friedrich Faber, sem út kom í Frankfurt árið 1829, en þar gerir
hann greinarmun á hafsíld og kópsíld og bætir að auki við augnasíld.
Hann aðhyllist kenninguna um hinar löngu göngur síldarinnar, en taldi
hins vegar, að síld væri ekki eins algeng við ísland og þeir Olavius og
Eogert Ölafsson hugðu.
Fyrsta ritgerð Bjarna Sænrundssonar um síldina við Island birtist í
Andvara árið 1897 og fjallaði um síld og síldveiðar í Faxaflóa. Skömmu
síðar, eða árið 1903, hófu Danir rannsóknir sínar hér við land á rann-
sóknaskipinu ,,T hor“, og lögðu þeir ásamt Bjarna Sæmundssyni grund-
völlinn að því, sem vitað var um lífsferil síldarinnar hér við land, er Árni
Friðriksson tók við tæpum þrem áratugum síðar. Komu þar við sögu
ýmsir þekktir fiskifræðingar, svo sem Danirnir Johannes Schmidt, P. Jesper-
sen, A. C. Johansen, Á. Vedel Táning, Norðmaðurinn Knud Dahl og
Svíinn Sv. Runnström.
Árið 1907 birti Dahl fyrstu ritgerðina um aldursákvörðun á síld með
hreistrinu, og gerbreytti það þekkingu manna á lífsháttum þessarar teg-
undar. Hreistrið var ekki einungis notað til þess að ákveða aldurinn,
heldur gaf það einnig upplýsingar urn vaxtarhraða hvers einstaklings og
ýmis ytri skilyrði, er hann hafði húið við. Má nefna sem dæmi, að ár-
gangurinn frá 1904 í norsku síldinni hafði það sérkenni í hreistrinu, að