Andvari - 01.01.1980, Page 17
andvari
Arni friðriksson
15
til starfsbróður síns í Noregi, Finns Devold, og sérhæfði Egill sig þar í
aldursákvörðunum á síld. Árið 1947 bættist Ingimar Oskarsson grasafræð-
ingur í hópinn til aðstoðar greinarböfundi við rannsóknir á þorskfiskum,
°g Unnsteinn Stefánsson efnafræðingur tók við sjórannsóknum fiskideild-
arárið 1948.
Lengra verður saga fiskideildar ekki rakin að þessu sinni, því að
Arni átti ekki afturkvæmt þangað, þótt hugur hans stæði ávallt til Is-
lands og að ljúka ævistarfi sínu þar.
Fyrsta hefti af „Ritum Fiskideildar“ kom út árið 1940 og fjallaði
um rannsóknir gerðar á árunum 1937-1939. I formála segir Árni m. a.:
,,Loks var sett rannsóknarstofa í varðskipið Þór, kostaði hún kr. 6000,
og tók þó ekki nema part úr degi að rífa hana úr eftir hálft annað ár,
þegar ríkisstjórnin skyldi leigja Þór til fiskflutninga. En þó vantar mikið
á það, að enn sé öllum vandamálum ráðið til hlunns, og ber þar fyrst og
fremst að telja erfiða aðstöðu við rannsóknir á sjó. Má með sanni segja,
að starfið hefur átt við að etja ýmsa örðugleika inn á við, ekki sízt fjár-
hagsörðugleika, sem að nokkru hefur átt rót sína að rekja til skilnings-
leysis á gildi vísindalegra rannsókna í þarfir atvinnuveganna/'
Fyrsti rannsóknaleiðangur Þórs var farinn í marz til maí 1935. Verk-
efni leiðangursins var að athuga, hvort hægt væri að veiða hrygnandi
síld við suður- eða suðvesturströndina á veturna. Annar leiðangur var
farinn í sama tilgangi í febrúar árið 1936, og í júní-ágúst sama ár voru
rannsökuð ýmis djúpmið með tilliti til hugsanlegra karfaveiða. Þá fór Þór
i rannsóknaleiðangur seinni hluta maí fram í miðjan júlí 1937 til þess
að leita nýrra karfa- og grálúðuveiðisvæða, og seinast í október sama ár
var skipið við rannsóknir í Faxaflóa í sambandi við hugmyndir um lokun
flóans.
Skipið var svo við rannsóknir í Faxaflóa í febrúar, júní og desember
árið 1938 og var auk þess gert út til fiskleitar nokkra daga í miðjum
apríl. I sambandi við Faxaflóarannsóknirnar voru gerðar rannsóknir á
leturhumri í Jökuldjúpi og á Eldeyjarbanka eftir tilmælum Sölusambands
íslenzkra fiskframleiðenda.
Árið 1939 var skipið aftur við rannsóknir í Faxaflóa í maí m. a. til
þess að bera saman fiskmagn þar og á Breiðafirði. Seinast í júlí kom Faxa-
flóanefnd í heimsókn, og var togarinn Geir leigður til þess að fara með
nefndinni til rannsókna í flóanum.